Markaðurinn
Saga fyrsta gyllta bjórsins
Í þessari grein verður stiklað á stóru um merkilega sögu Pilsner Urquell sem er fyrsti gyllti bjórinn.
Allt frá árinu 1295 hefur verið bjórverksmiðja í Plzen í Tékklandi en á þeim tíma var allur bjór bæði dökkur og gruggugur. Það var svo loks árið 1838 að bæjarbúar kröfðust breytinga, menn höfðu fengið sig fullsadda af gruggugu ölinu og var því öllu hellt niður. Þessi hörðu viðbrögð hrundu af stað atburðarás sem átti eftir að valda straumhvörfum í bjórframleiðslu um ókomna framtíð.
Það var í október 1842 að bjórinn eins og við þekkjum hann í dag leit dagsins ljós. Bjórinn var nú hægt að bera fram í glerkrúsum en hann var loksins orðinn tær og fallega gylltur með hvítri froðu.
Nafnið Pilsner er einmitt dregið af bæjarnafninu Plzen, bænum sem kynnti heiminn fyrir gylltum og tærum bjór.
Pilsner Urquell er margslunginn bjór með mikinn karakter sem nær fullkomnu jafnvægi með mjúku karamellubragði og undirliggjandi sætum hunangskeim. Hann er hinn fullkomni matarbjór þéttur, bragðmikill og ljúfur.
Pilsner Urquell er nú fáanlegur á mörgum af betri veitingahúsum landsins og nýverið bættist við 500 ml. flaska sem hefur mælst einstaklega vel fyrir.
Í kjölfarið á nýlegum breytingum á umbúðum Pilsner Urquell hefur þessi frábæri bjór komist á fulla siglingu í Vínbúðunum. Hann er nú loks fáanlegur bæði í dósum og gleri í kjarnabúðunum sex sem eru Heiðrún, Kringlan, Smáralind, Hafnarfjörður, Eiðistorg og Akureyri en einnig í nýju og glæsilegu útibúi í Skeifunni.
Umboðsaðili Pilsner Urquell er www.mekka.is
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan