Markaðurinn
Saga fyrsta gyllta bjórsins
Í þessari grein verður stiklað á stóru um merkilega sögu Pilsner Urquell sem er fyrsti gyllti bjórinn.
Allt frá árinu 1295 hefur verið bjórverksmiðja í Plzen í Tékklandi en á þeim tíma var allur bjór bæði dökkur og gruggugur. Það var svo loks árið 1838 að bæjarbúar kröfðust breytinga, menn höfðu fengið sig fullsadda af gruggugu ölinu og var því öllu hellt niður. Þessi hörðu viðbrögð hrundu af stað atburðarás sem átti eftir að valda straumhvörfum í bjórframleiðslu um ókomna framtíð.
Það var í október 1842 að bjórinn eins og við þekkjum hann í dag leit dagsins ljós. Bjórinn var nú hægt að bera fram í glerkrúsum en hann var loksins orðinn tær og fallega gylltur með hvítri froðu.
Nafnið Pilsner er einmitt dregið af bæjarnafninu Plzen, bænum sem kynnti heiminn fyrir gylltum og tærum bjór.
Pilsner Urquell er margslunginn bjór með mikinn karakter sem nær fullkomnu jafnvægi með mjúku karamellubragði og undirliggjandi sætum hunangskeim. Hann er hinn fullkomni matarbjór þéttur, bragðmikill og ljúfur.
Pilsner Urquell er nú fáanlegur á mörgum af betri veitingahúsum landsins og nýverið bættist við 500 ml. flaska sem hefur mælst einstaklega vel fyrir.
Í kjölfarið á nýlegum breytingum á umbúðum Pilsner Urquell hefur þessi frábæri bjór komist á fulla siglingu í Vínbúðunum. Hann er nú loks fáanlegur bæði í dósum og gleri í kjarnabúðunum sex sem eru Heiðrún, Kringlan, Smáralind, Hafnarfjörður, Eiðistorg og Akureyri en einnig í nýju og glæsilegu útibúi í Skeifunni.
Umboðsaðili Pilsner Urquell er www.mekka.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði