Freisting
Sælkeraveisla í tilefni gagngerra breytinga á Vitanum í Sandgerði
Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði
Margt var um manninn á Vitanum í Sandgerði um síðustu mánaðarmót, en boðið var til glæsilegrar veislu í tilefni opnunar eftir gagngerar breytingar.
Nýir straumar fara nú um eldhúsið sem hefur allt verið endurnýjað og er áhersla lögð á sjávarrétti. Ýmsar breytingar hafa einnig verið gerðar í salnum.
Á næstunni verður boðið upp á óvenjulega uppákomu sem á án efa eftir að vekja athygli. Nánar um það síðar.
Matseðill kvöldsins var eftirfarandi:
Sushi:
- Nigiri með reyktum silung
- Maki með ferskum lax
- Maki með risarækjum
- /með Wasabi, soya sósa og engifer
Heimabakað brauð og með því var borið fram:
- Sólþurrkaðir tómatar
- Marineraður fetaostur
- Salsa fresca
- Pestósósa
- Marineraðar ólifur
- 6. tegundir af ostum
Laxaskot með kampavínsvinaigrette
Rækjumús á hvítlauksbrauði
Léttristaður humar með papriku, frisée, shiso salati og tómatvinaigrette
Nauta carpaccio með furuhnetum, lambasalati og balsamic
Heitir réttir voru:
Jalapeno belgir
Ostafylltar ostastangir
Djúpsteiktar rækjur
Súkkulaðigosbrunnur með bönunum, anananas og jarðaberjum
Heimasíða Vitans er www.vitinn.is
Smellið hér til að skoða myndir frá veislunni
Mynd: Freisting.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé