Freisting
Sælkerastund á Suðurnesjunum
Þér er boðið að taka þátt í smökkun á vinningskaffi, Cup of Excellence 2007, á Stapabraut 7, Reykjanesbæ þriðjudagskvöldið 13 . nóvember 2007, klukkan 20.00
Cup of Excellence, eða Úrvalsbollinn, eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir kaffi. 20 alþjóðlegir dómarar velja besta kaffið í hverju framleiðlsulandi fyrir sig. Það er gert með það fyrir augum að auka veg úrvalskaffis, auka tekjur bænda og auðvelda kaupendum að hreppa bestu afurðirnar. Kaffið er selt á Net-uppboði sem er áhrifarík leið til að verðlauna allra bestu kaffibændur fyrir einstaklega vel unnið verk og ástríðu sína.
Það er Kaffitár sem vill bjóða þér og nokkrum sælkerum að smakka á vinningskaffi frá Bólivíu, Hondúras, Kosta Ríka og El Salvador. Þetta eru allra bestu uppskerur 2007 frá þessum löndum.
Eftir smökkunin mun gestum vera boðið að bragða á nýju sælgæti frá Sandholtsbakarí.
Látið sjá ykkur, en skráið ykkur fyrst á [email protected] á fyrsta flokks sælkerastund.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum