Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sælkerabúðin opnar kjötborð í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni
Sælkerabúðin Bitruhálsi hefur kætt mataráhugamenn síðustu ár með frábærum útfærslum af tilbúnum réttum, sósum, meðlæti og úrvali af sérvöldu gæðakjöti sem hefur verið verkað og marinerað svo henti í hvaða stórveislu sem er. Að baki hágæða vörum Sækerabúðarinnar eru meistarakokkarnir Hinrik Lárusson og Viktor Örn Andrésson sem báðir hafa verið í íslenska kokkalandsliðinu og unnið til margra verðlauna í matreiðslukeppnum.
Hugmyndin gengur út á að opna það sem talað er um sem “búð í búð” þar sem Sælkerabúðin verður með sér verslun inni í verslunum Hagkaups í Garðabæ og Kringlunni.
“Við erum tilbúnir að stækka og ná til stærri hóps með okkar frábæru vörum”
sögðu þeir félagar spurðir um ástæðu þess að færa út kvíarnar.
„Þegar tækifærið bauðst til að vinna með Hagkaup þá fannst okkur það passa við okkar framtíðarsýn. Hagkaup er sú verslun sem býður landsmönnum upp á framúrskarandi úrval í öllu sem snýr að mat og fersku grænmeti. Við töldum það frábæra leið að leggja í þetta ferðalag með þeim. Við erum þess fullvissir að viðskiptavinir Hagkaups, sem eru miklir matgæðingar, eigi eftir að taka okkur fagnandi og okkur hlakkar til að takast á við þessa spennandi áskorun,“
sögðu þeir Viktor og Hinrik spurðir út í fréttir dagsins.
„Við í Hagkaup eru sífellt að leita leiða til að styrkja þá valkosti sem við getum boðið okkar viðskiptavinum. Við vitum að þeir eru kröfuharðir og við gerum okkar besta að standa undir því. Við teljum því að þetta nýjasta útspil eigi eftir að slá í gegn hjá okkar viðskiptavinum,“
segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups spurður um þessar spennandi fréttir og bætir við:
„Við erum gríðarlega spennt yfir þessum breytingum og erum sannfærð um að vörum Sælkerabúðarinnar eigi eftir að vera vel tekið af okkar viðskiptavinum.“
Undirbúningur þessara breytinga er hafinn og er áætlað að opna í seinni hluta ágúst mánaðar ef allt gengur upp. Það er því spennandi haust framundan í Hagkaup.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?