Freisting
Sacher-súkkulaðitertan 175 ára í ár
Það þekkja án efa flest allir í veitingabransanum Sacher-súkkulaðitertuna, en hún varð 175 ára í ár.
Á Mbl.is ber að líta myndskeið af sögu Sacher tertunnar ofl. smellið hér til að horfa.
Hér að neðan er smá saga um hvernig Sacher tertan varð til.
Þetta byrjaði allt dag einn árið 1832 þegar Hinn guðdómlegi Leiðtogi aðalsins í Evrópu, Wenzel Clemens Prince Metternich, ákvað að búinn yrði til praktískur og bragðgóður ábætir fyrir spilltu og ofdekruðu hástéttargestina hans.Hann gaf út tilskipun þar að lútandi með þeim orðum að rétturinn mætti ekki verða honum til skammar um kvöldið, en dag þennan var yfirmatreiðslumaður hans frá vegna veikinda. Á einhvern óskiljanlegan hátt endaði rétturinn því hjá hinum 16 ára Frans Sacher, duglegum lærling sem var á öðru ári í námi. Það er skemmst frá því að segja að hástéttargestirnir urðu yfir sig hrifnir af því sem boðið var upp á sem var ljós súkkulaðikaka smurð með apríkósumauki og þá hjúpuð með súkkulaðiglassúr.
Þar með varð Sacher-tertan að veruleika. Kakan sló alls staðar í gegn og varð brátt þekkt um víða veröld. Áður en Frans Sacher náði þrítugsaldri var hann búinn að koma undir sig fótunum og orðinn mjög auðugur maður.
Heimildir
Hotel Sacher Wien PhilharmonikerstraBe 4
A- 1010 Vín Austurríki.
Greint frá í þriðja Matvís fréttablaði árið 2004
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði