Vertu memm

Freisting

Sacher-súkkulaðitertan 175 ára í ár

Birting:

þann

Það þekkja án efa flest allir í veitingabransanum Sacher-súkkulaðitertuna, en hún varð 175 ára í ár.

Á Mbl.is ber að líta myndskeið af sögu Sacher tertunnar ofl. smellið hér til að horfa.

Hér að neðan er smá saga um hvernig Sacher tertan varð til.

Þetta byrjaði allt dag einn árið 1832 þegar Hinn guðdómlegi „ Leiðtogi aðalsins í Evrópu,“ Wenzel Clemens Prince Metternich, ákvað að búinn yrði til praktískur og bragðgóður ábætir fyrir spilltu og ofdekruðu hástéttargestina hans.Hann gaf út tilskipun þar að lútandi með þeim orðum að rétturinn mætti ekki verða honum til skammar um kvöldið, en dag þennan var yfirmatreiðslumaður hans frá vegna veikinda. Á einhvern óskiljanlegan hátt endaði rétturinn því hjá hinum 16 ára Frans Sacher, duglegum lærling sem var á öðru ári í námi. Það er skemmst frá því að segja að hástéttargestirnir urðu yfir sig hrifnir af því sem boðið var upp á sem var ljós súkkulaðikaka smurð með apríkósumauki og þá hjúpuð með súkkulaðiglassúr.

Þar með varð Sacher-tertan að veruleika. Kakan sló alls staðar í gegn og varð brátt þekkt um víða veröld. Áður en Frans Sacher náði þrítugsaldri var hann búinn að koma undir sig fótunum og orðinn mjög auðugur maður.

Heimildir
Hotel Sacher Wien PhilharmonikerstraBe 4
A- 1010 Vín Austurríki.
Greint frá í þriðja Matvís fréttablaði árið 2004

Þitt álit

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið