Uppskriftir
Rófusúpa
3 rófur
2 gulrætur
2 laukar
3 væn hvítlauksrif
ögn af paprikudufti, karríi og broddkúmeni
1 tsk. tómatkraftur
1 msk. smjör
skvetta Worcestershire-sósa
sjávarsalt frá Norður salti
engiferrót
2 tsk. grænmetiskraftur
Aðferð:
Rófurnar eru skrúbbaðar með góðum bursta í köldu vatni og þerraðar vel, nuddaðar upp úr kaldpressaðri góðri olíu og salti og bakaðar með hýðinu ásamt gulrótunum.
Smjörið brúnað, lauk, hvítlauk, engiferi, kryddi og tómatkrafti bætt út í og hrært hraustlega í pottinum svo að ekki brenni við. Þegar þetta ilmar mátulega er vatni bætt við svo að yfir fljóti og látið malla. Þegar rófurnar eru tilbúnar eru þær fláðar og hýðið lagt í ofnskúffu með sárið upp, olíu og salti dreift lauslega yfir og bakað áfram uns hýðið er stökkt. Rófur og gulrætur settar í pottinn með lauknum og kryddinu og allt maukað saman og smakkað til með Worcestershire-sósu.
Ef til vill þarf að þynna súpuna með grænmetissoði en hún á þó að vera allþykk. Súpan er svo borin fram með þeyttum sýrðum rjóma, saxaðri steinselju, chili-pipar, hvannarfræjum og stökku rófuhýði.
Höfundur er Rúnar Marvinsson.
Rúnar er talsmaður íslenskrar matargerðarlistar og þess að nota í hana íslenskt hráefni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi