Uppskriftir
Rófusúpa
3 rófur
2 gulrætur
2 laukar
3 væn hvítlauksrif
ögn af paprikudufti, karríi og broddkúmeni
1 tsk. tómatkraftur
1 msk. smjör
skvetta Worcestershire-sósa
sjávarsalt frá Norður salti
engiferrót
2 tsk. grænmetiskraftur
Aðferð:
Rófurnar eru skrúbbaðar með góðum bursta í köldu vatni og þerraðar vel, nuddaðar upp úr kaldpressaðri góðri olíu og salti og bakaðar með hýðinu ásamt gulrótunum.
Smjörið brúnað, lauk, hvítlauk, engiferi, kryddi og tómatkrafti bætt út í og hrært hraustlega í pottinum svo að ekki brenni við. Þegar þetta ilmar mátulega er vatni bætt við svo að yfir fljóti og látið malla. Þegar rófurnar eru tilbúnar eru þær fláðar og hýðið lagt í ofnskúffu með sárið upp, olíu og salti dreift lauslega yfir og bakað áfram uns hýðið er stökkt. Rófur og gulrætur settar í pottinn með lauknum og kryddinu og allt maukað saman og smakkað til með Worcestershire-sósu.
Ef til vill þarf að þynna súpuna með grænmetissoði en hún á þó að vera allþykk. Súpan er svo borin fram með þeyttum sýrðum rjóma, saxaðri steinselju, chili-pipar, hvannarfræjum og stökku rófuhýði.
Höfundur er Rúnar Marvinsson.
Rúnar er talsmaður íslenskrar matargerðarlistar og þess að nota í hana íslenskt hráefni.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu