Vertu memm

Uppskriftir

Rófusúpa

Birting:

þann

Rófusúpa

Rófusúpa

3 rófur
2 gulrætur
2 laukar
3 væn hvítlauksrif
ögn af paprikudufti, karríi og broddkúmeni
1 tsk. tómatkraftur
1 msk. smjör
skvetta Worcestershire-sósa
sjávarsalt frá Norður salti
engiferrót
2 tsk. grænmetiskraftur

Aðferð:

Rófurnar eru skrúbbaðar með góðum bursta í köldu vatni og þerraðar vel, nuddaðar upp úr kaldpressaðri góðri olíu og salti og bakaðar með hýðinu ásamt gulrótunum.

Smjörið brúnað, lauk, hvítlauk, engiferi, kryddi og tómatkrafti bætt út í og hrært hraustlega í pottinum svo að ekki brenni við. Þegar þetta ilmar mátulega er vatni bætt við svo að yfir fljóti og látið malla. Þegar rófurnar eru tilbúnar eru þær fláðar og hýðið lagt í ofnskúffu með sárið upp, olíu og salti dreift lauslega yfir og bakað áfram uns hýðið er stökkt. Rófur og gulrætur settar í pottinn með lauknum og kryddinu og allt maukað saman og smakkað til með Worcestershire-sósu.

Ef til vill þarf að þynna súpuna með grænmetissoði en hún á þó að vera allþykk. Súpan er svo borin fram með þeyttum sýrðum rjóma, saxaðri steinselju, chili-pipar, hvannarfræjum og stökku rófuhýði.

Rúnar Marvinsson

Rúnar Marvinsson

Höfundur er Rúnar Marvinsson.

Rúnar er talsmaður íslenskrar matargerðarlistar og þess að nota í hana íslenskt hráefni.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið