Keppni
Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna
Mánudaginn 1. febrúar mun matreiðsluneminn Róbert Zdravkov Demirev taka þátt í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna.
Keppnin hefur verið haldin á Indlandi frá árinu 2015 og hafa keppendur frá Hótel- og matvælaskólanum í MK tvívegis áður tekið þátt, árin 2018 og 2020.
Sjá einnig:
Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi
Í fréttatilkynningu kemur fram að keppnin sé með öðru sniði í ár en verið hefur. Vegna heimsfaraldursins verður hún haldin á netinu. Sextíu lönd eiga hvert sinn fulltrúa í keppninni en í alþjóðlegu dómarateymi keppninnar eru 23 matreiðslumeistarar.
„Í fyrstu umferð fá keppendur tvær og hálfa klukkustund til að hluta í sundur og matreiða kjúkling og búa til eftirrétt og grænmetisrétt. Vinna við keppnisverkefnið fer fram í kennslueldhúsi Hótel- og matvælaskólans í beinu streymi á vef Ólympíukeppninnar.
Lokaútkoman og vinnubrögð eru síðan metin af alþjóðlegu dómarateymi en þrír íslenskir fagmenn munu veita umsögn um bragð og áferð.
Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.
Þeir hafa tekið þátt í öllu undirbúnings- og æfingaferlinu og unnið sem einn maður með Róberti. Að sögn Ægis Friðrikssonar matreiðslukennara, sem hefur séð um þjálfun nemanna, hafa þeir allir sýnt mikinn metnað við undirbúning og stefna langt í faginu.
Sjá einnig:
Róbert mun keppa í undanrásum mánudaginn 1. febrúar kl. 14:00 að okkar tíma. Þann 3. febrúar mun hann kynna matreiðslu á þjóðlegum rétti og sitja fyrir svörum og ef heppnin er með honum, þá verður keppt til úrslita föstudaginn 5. febrúar. Því miður er ekki hægt að fylgjast með keppninni á netinu en úrslit liggja fyrir í lok hvers keppnisdags.“
Mynd: matvis.is / ycolympiad.com
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024