Keppni
Róbert Aron Garðarsson Proppé komst í 15 manna úrslit – Berst um heimsmeistaratitilinn í dag – Myndir og vídeó
Íslenski barþjónninn Róbert Aron Proppé Garðarsson tryggði sér í gærkvöldi sæti í 15 manna úrslitum á World Cocktail Championship (WCC) 2025 í Cartagena, eftir frábæran árangur í undankeppninni. Þar kepptu barþjónar frá 97 löndum í undanúrslitum.
Róbert Aron, fulltrúi Íslands, heillaði dómara með kokteil sínum, Prelude, í flokknum „Before Dinner“.
Drykkurinn er samsettur úr Espolon Reposado Tequila, Campari, Monin Timur Berry Cordial og íslensku sódavatni. Með þessum árangri hefur Róbert Aron slegið út fjölda keppenda og er nú meðal þeirra bestu í heimi.
Úrslitakeppnin í dag:
Spennan er í hámarki þar sem Róbert Aron þreytir lyktar og bragðpróf auk þess að taka þátt í svokallaðri „Market Challenge“ keppni.
Eftir þessar keppnir munu svo 3 keppendur keppa til úrslita og standa uppi sem heimsmeistari barþjóna.
Þetta er lokadagur keppninnar þar sem heimsmeistarar í hverjum flokki verða krýndir.
Dagskrá keppninnar í dag (Miðvikudagur 26. nóvember):
Viðburður ÍSLENSKUR TÍMI:
WCC Classic Semi-Final 14:00
WCC Classic Super Final (ÚRSLIT) 17:00–22:00
Gala Dinner & Verðlaunaafhending 01:00–03:00
Hvar á að fylgjast með?
Íslendingar eru hvattir til að fylgjast með Róberti berjast um heimsmeistaratitilinn í beinni útsendingu.
Bein útsending á instagram-síðu Barþjónaklúbbs Íslands hér.
Við óskum Róberti Aroni Proppé Garðarssyni, fulltrúa Íslands, fyllilega góðs gengis í úrslitakeppninni.
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Frétt7 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn6 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn5 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Keppni6 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir4 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn3 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanLétt og rjómakennt eggjasalat með grískri jógúrt










