Vertu memm

Starfsmannavelta

Rizzo Pizzeria gjaldþrota

Birting:

þann

Logo Rizzo PizzeriaFyrrverandi framkvæmdastjóri skyndibitastaðarins Rizzo Pizzeria segir veitingastaðinn ekki hafa gengið.

Hann bara gekk ekki. Það eru svo margir pítsastaðir. Svo glímir fólk við peningaleysi

, segir Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og einn eigenda skyndibitastaðarins Rizzo Pizzeria í samtali við Viðskiptablaðið. Staðnum var lokað í apríl og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur 17. október síðastliðinn.

Rizzo Pizzeria rak nokkra pitsastaði á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að loka staðnum í Bæjarlind í Kópavogi, Dominos hefur tekið yfir rekstur staðarins í Hraunbæ og stefna aðrir aðila á að opna ítalskan veitingastað þar sem Rizzo Pizzeria var við Grensásveg.

Fram kemur í ársreikningi Rizzo Pizzeria að fyrirtækið tapaði félagið sjö milljónum króna árið 2011 eftir 7,4 milljóna króna hagnað árið 2010. Skuldir námu við lok árs 2011 tæpum 31,2 milljónum króna samanborið við 24,4 milljónir króna í lok árs 2010. Mestu munaði um tæplega 5,6 milljónum króna og 12 milljóna króna viðskiptaskuldum. Þá námu ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins rétt rúmum 5,9 milljónum króna í lok árs 2011.

Á sama tíma námu eignir Rizzo Pizzeria samtals 24 milljónum króna. Eigið fé fyrirtækisins var hins vegar neikvætt um 7,7 milljónir króna. Ári fyrr var eigið fé Rizzo Pizzeria neikvætt um rúmar 700 þúsund krónur, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið