Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
RIF í Hafnarfirði: 12.000 gestir á 2 mánuðum
Að sögn Ævars hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum, en hann er yfirkokkur á nýja veitingastaðnum RIF í Hafnarfirði sem opnaði í júlí s.l., en staðurinn er staðsettur á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð.
Sjá einnig: RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði
„Þetta hefur gengið alveg gríðarlega vel og það er í raun alltaf fullur staður hjá okkur. Frá því að við opnum á daginn og allt þar til við lokum er fullur salur af fólki,“
segir Ævar í samtali við Morgunblaðið.
Ævar hefur mikla reynslu af rekstri veitingahúsa hér á landi, en hann starfaði áður sem rekstrarstjóri TGI Friday’s í Smáralindinni í mörg ár ásamt því að setja veitingastaðinn Olsen Olsen á laggirnar. Aðspurður segist hann ekki vilja ræða fyrri störf heldur fremur einbeita sér að því sem framundan er. Staðurinn tekur 81 í sæti, en það sem af er hafa ríflega 12.000 manns snætt á RIF, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / RIF restaurant
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






