Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
RIF í Hafnarfirði: 12.000 gestir á 2 mánuðum
Að sögn Ævars hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum, en hann er yfirkokkur á nýja veitingastaðnum RIF í Hafnarfirði sem opnaði í júlí s.l., en staðurinn er staðsettur á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð.
Sjá einnig: RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði
„Þetta hefur gengið alveg gríðarlega vel og það er í raun alltaf fullur staður hjá okkur. Frá því að við opnum á daginn og allt þar til við lokum er fullur salur af fólki,“
segir Ævar í samtali við Morgunblaðið.
Ævar hefur mikla reynslu af rekstri veitingahúsa hér á landi, en hann starfaði áður sem rekstrarstjóri TGI Friday’s í Smáralindinni í mörg ár ásamt því að setja veitingastaðinn Olsen Olsen á laggirnar. Aðspurður segist hann ekki vilja ræða fyrri störf heldur fremur einbeita sér að því sem framundan er. Staðurinn tekur 81 í sæti, en það sem af er hafa ríflega 12.000 manns snætt á RIF, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / RIF restaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?