Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
RIF í Hafnarfirði: 12.000 gestir á 2 mánuðum
Að sögn Ævars hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum, en hann er yfirkokkur á nýja veitingastaðnum RIF í Hafnarfirði sem opnaði í júlí s.l., en staðurinn er staðsettur á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð.
Sjá einnig: RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði
„Þetta hefur gengið alveg gríðarlega vel og það er í raun alltaf fullur staður hjá okkur. Frá því að við opnum á daginn og allt þar til við lokum er fullur salur af fólki,“
segir Ævar í samtali við Morgunblaðið.
Ævar hefur mikla reynslu af rekstri veitingahúsa hér á landi, en hann starfaði áður sem rekstrarstjóri TGI Friday’s í Smáralindinni í mörg ár ásamt því að setja veitingastaðinn Olsen Olsen á laggirnar. Aðspurður segist hann ekki vilja ræða fyrri störf heldur fremur einbeita sér að því sem framundan er. Staðurinn tekur 81 í sæti, en það sem af er hafa ríflega 12.000 manns snætt á RIF, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / RIF restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin