Viðtöl, örfréttir & frumraun
Reykjavík Meat fagnar 2 ára afmæli sínu með girnilegu afmælistilboði – Myndir og vídeó
Veitingastaðurinn Reykjavík Meat fagnar nú tveggja ára afmæli og af því tilefni býður staðurinn upp á girnilegan 4 rétta seðil á frábæru afmælisverði, aðeins 6.990 kr.
Reykjavík Meat opnaði þann 7. september 2018 á horninu á Frakkastíg og Hverfisgötu í nýju húsi á gamalgrónum stað í miðbæ Reykjavíkur, og hefur fest sig í sessi sem eitt af vinsælustu steikhúsum landsins.
Sjá einnig:
Nýr veitingastaður stimplar sig inn rækilega í veitingaflóru Reykjavíkur
Ásamt miklum metnaði í hráefnis vali og breiðu úrvali af steikum, þá er vínkompan sem grípur forvitin augu. Í henni er rými fyrir allt að 90 tegundir af rauðvíni og hátt í 360 flöskur.
„Við erum mjög mikið að vinna með frönsk, ítölsk og bandarísk vín. En erum þó með vín frá Spáni, Argentínu, Chile, Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Portúgal. Við erum með flottan lista yfir Bordeaux sem eru einmitt frábær vín oft með flottum, þroskuðum tannínum sem þú einmitt vilt með fitumiklum steikum sem dæmi má nefna Sashi og Ribeye steikur.“
Segir á heimasíðu Reykjavík meat.
Mikill metnaður er líka í kokteilgerð hjá Reykjavík Meat en Íslandsmeistari Barþjóna er einn af veitingastjórum staðarins, Patrekur Ísak og má til gamans geta þess að Patrekur hreppti fjórða sætið á heimsmeistaramóti sama ár.
Sjá einnig:
Patrekur Ísak er Íslandsmeistari barþjóna – Öll úrslit kvöldsins í RCW
Afmælistilboðið
Þetta girnilega afmælistilboð hófst 31. ágúst s.l. og stendur yfir til 13. september næstkomandi.
Carpaccio
Klettasalat, parmesan, truffluolía, sítróna.
Bleikja
Svartur hvítlaukur, parmaskinka, pera,
graskersfræ, stökkt brauð, dill
Nautalund
Sæt kartafla, rauðlaukur, sellerírót, smælki kartöflur, soðgljái.
“SNICKERS”
Salthnetur, karamella, mjólkursúkkulaði
Vídeó
3D myndir af RVK Meat hér.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum