Keppni
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
Stærsta kokteilahátíð landsins stækkar og verður nú haldin í heila viku – í fyrsta sinn undir nafninu Reykjavík Cocktail Week. Hátíðin fer fram dagana 31. mars til 6. apríl og er sannkölluð veisla fyrir alla áhugamenn um kokteila og barþjónalist.
Barþjónaklúbbur Íslands stendur að þessari árlegu uppskeruhátíð kokteilsins í samstarfi við helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur. Á meðan á hátíðinni stendur verður boðið upp á sérstaka Reykjavík Cocktail Week kokteilaseðla á þátttökustöðum. Þar má finna fjölbreytt úrval glæsilegra drykkja á sérstöku tilboðsverði.
Auk kokteila verður fjölmargt um að vera víðs vegar um borgina; veitingastaðir og barir munu halda spennandi viðburði í tilefni hátíðarinnar – og eru þeir allir opnir almenningi.
Hápunktur vikunnar er glæsilegur stórviðburður, Reykjavík Cocktail Week Expo, sem fer fram miðvikudaginn 2. apríl í Hörpu. Þar verður meðal annars haldið Íslandsmeistaramót barþjóna, þar sem leitin að besta barþjóni landsins hefst af krafti. Jafnframt verða vörukynningar frá helstu vínbirgjum landsins og ýmislegt annað sem enginn áhugamaður um bar- og vínmenningu ætti að láta fram hjá sér fara.
Miðasala á Expo-viðburðinn er hafin á tix.is.
Þátttökustaðir RCW 2025 eru:
1. Apótek Kitchen + Bar
2. Bastard Brew & Food
3. Brút
4. Coffee & Cocktails
5. Daisy
6. Drykk
7. Einstök Bar
8. Fjallkonan Krá og Kræsingar
9. Geiri Smart
10. Gilligogg
11. Grillmarkaðurinn
12. Jörgensen Kitchen & Bar
13. Jungle
14. Kaldi Bar
15. Lebowski Bar
16. Kol Restaurant
17. Matarkjallarinn
18. Monkeys & Kokteilbarinn
19. OTO
20. Petersen Svítan
21. Public House Gastropub
22. Sæta Svínið
23. Skál!
24. Ský Lounge & Bar
25. Slippbarinn
26. Sumac
27. Sushi Social
28. Tapas Barinn
29. Telebar
30. Tipsý Bar & Lounge
31. Tres Locos
32. Veður
33. Vox Brasserie and Bar
Samstarfsaðilar RCW 2024 eru meðal annars:
CCEP
Globus
Innnes
Mekka Wines & Spirits
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Drykkur
Ofl.
Kokteilabar ársins 2025
Kosið verður um kokteilabar ársins 2025 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudeginum. Úrslitin verða kynnt á loka viðburði RCW í Gamla Bíó.
RCW App í vafra
Allar upplýsingar um hátíðina er hægt að finna í appi í vafra í gegnum rcw.is.
Dagskrá RCW 2025:
Reykjavík Cocktail Week hefst mánudaginn 31. mars og stendur til sunnudagsins 6. apríl.
Mánudagur (31. mars):
– Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
– Fræðslu viðburðir
– Opnunarhóf Reykjavík Cocktail Week á Ský Lounge & Bar
Þriðjudagur (1. apríl):
– Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
– Fræðslu viðburðir
Miðvikudagur (2. apríl):
Reykjavík Cocktail Week Expo í Hörpu, áætlað að kynningar, húsið opnar 16:00
– Undankeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna (ICC) og þema keppni RCW
– Samstarfsaðilar með kynningar á vörum sínum
– Áætluð lok kl. 21:00/22:00
– Eftirpartý á Jungle
Fimmtudagur (3. apríl):
Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila:
– ,,Walk around’’ fyrir RCW drykk ársins 2025
Föstudagur (4. apríl):
– Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
Laugardagur (5. apríl):
– Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
– Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna
,,Sensorial‘‘ og skriflegt próf
Sunnudagur (6. apríl):
Gamla bíó
– Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna: ,,Speed Round‘‘
– Verðlaunaafhending
– Kvöldverður og lokahóf
– Eftirpartý á Petersen Svítunni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025