Food & fun
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
Matarhátíðin Food & Fun var haldin með glæsibrag í síðustu viku, og var þetta í 22. skipti sem þessi skemmtilega hátíð fór fram á veitingastöðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Eins og undanfarin ár var mikil stemning í loftinu og greinilegt að gestir voru spenntir fyrir hátíðinni.
Reyka kokteilkeppnin
Samhliða matarhátíðinni fór fram hin vinsæla Reyka kokteilkeppni þar sem margir af færustu barþjónum landsins kepptu um titilinn. Keppnin hefur vaxið ár frá ári og notið mikilla vinsælda. Upphaflega fór Barþjónaklúbbur Íslands á milli veitingastaða að dæma, en í lokaúrslitunum var það sérstök dómnefnd sem tók við.
Í ár var keppnin haldin á Petersen Svítunni og skipuðu dómnefndina Guðrún Svava Egilsdóttir, einn af þáttarstjórnendum Veislunnar, Axel Birgisson, einn af þáttarstjórnendum Brodies, og George Bagos, einn af stofnendum Three Cents.
Harður slagur í úrslitunum
Að þessu sinni voru það sömu þrír keppendur og í fyrra sem komust áfram í úrslit: Steinþór Helgi frá Skreið, Daníel Kavanagh frá Sushi Social og Laura Boldan frá La Primavera.
Keppnin var hörð og dómnefnd átti erfitt val fyrir höndum þar sem allar kokteiluppskriftirnar voru framúrskarandi. Að lokum var það Daníel Kavanagh frá Sushi Social sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut hann til verðlauna 100.000 króna gjafabréf frá Icelandair ásamt veglegri gjafakörfu frá Three Cents og Reyka Vodka.
Three Cents Master Class
Fyrir keppnina var haldið sérstakt Master Class námskeið á vegum Three Cents, sem nýverið er komið í sölu hjá CCEP. Þar fengu þátttakendur tækifæri til að fræðast um nýjustu strauma og stefnur í kokteilgerð, ásamt því að fá innblástur og tækifæri til að prófa sig áfram með vönduð hráefni.
Reyka kokteilkeppnin hefur fest sig í sessi sem einn af hápunktum Food & Fun hátíðarinnar og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á næsta ári.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt16 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
































