Viðtöl, örfréttir & frumraun
Restaurant Dill á ferð og flugi
Eins og Freisting.is sagði frá í haust þá hefur The Nordic Prize tilnefnt Dill (www.dillrestaurant.is) veitingahús Norrænahúsinu sem framlag Íslands sem keppanda um titilinn The Nordic Prize veitingahús ársins 2009.
Á meðal tilnefninga á Íslandi voru:
– Dill
– Friðrik V
– Grillið Hótel Sögu
– The Gallery Hótel Holti
– Orange
– Vox Hilton Nordica Hotel
Eins og áður sagði þá varð Dill hlutskarpast í valinu hér á Íslandi og eru þeir félagar Ólafur og Gunnar Karl eigendur Dill á leið til Kaupmannhafnar á morgun til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu nú um helgina.
Þess má geta að þau veitingahús sem Dill er að keppa við um titilinn eru ekki af verri endanum, en þau eru:
Noregur, Bagatelle, Osló
Danmörk, Noma, Kaupmannahöfn
Finland, Savoy, Helsinki
Svíþjóð, Mathias Dahlgren, Stokkhólmi
Óskum við hjá Freisting.is þeim félögum góðs gengis og flytjum ykkur fréttir af úrslitum um leið og þau eru kunngerð!
Mynd: Matthías

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu