Frétt
Rakang lokar og nú er leitað logandi ljósi að hentugu húsnæði – Veist þú um gott húsnæði fyrir veitingastaðinn?
Veitingastaðurinn Rakang við Lyngháls 4 lokar um mánaðarmótin næstkomandi. Um er að ræða tímabundna lokun þar sem veitingastaðurinn mun flytja í nýtt húsnæði.
Verkfræðistofan EFLA hefur tekið á leigu alla bygginguna að Lynghálsi 4 og því þurfa öll fyrirtæki í húsinu að flytja og m.a. Íslandsbanki.
„Við höfum ekki enn gert samning um annað húsnæði en erum þó í samninga viðræðum við nokkra aðila.“
, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nýja húsnæðið.
Tilkynnt verður á facebook síðu Rakang um nýju staðsetninguna, fylgist vel með hér.
„Það er mjög erfitt að finna húsnæði á þeim stað sem við viljum vera á en okkur hefur fundist það vera skilyrði því við viljum halda okkar góðu tengslum við okkar viðskiptavini og fyrirtæki í nágrenninu. Ef við finnum á endanum ekki húnsæði hér þá munum við íhuga flutning í annað hverfi.“
Rakang mun halda áfram að þjónusta og senda mat í heimsendingu fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við veitingastaðinn og þeir sem eiga klippikort hjá Rakang geta notað þau út þessa viku og svo aftur á nýja staðnum.
„Það er ljóst að við munum þurfa loka í nokkrar vikur a.m.k. en alveg staðráðin í því að opna aftur enda hefur þessi staður mjög gott orð á sér fyrri góð hráefni, stóra skammta og góðan mat.
Það er virkilega erfitt að þurfa að loka en við lítum á þetta með jákvæðum augum og ef einhver veit um gott húsnæði fyrir okkur þá má sá sami endilega hafa samband í netfangið [email protected] eða hér á Facebook.“
, sagði Guðmundur að lokum.
Síðasti dagurinn sem verður opið hjá Rakang er sunnudagurinn 1. október 2017 en þangað til mun staðurinn bjóða áfram upp á frábært hádegisverðartilboð sem og önnur tilboð.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






