Frétt
Rakang lokar og nú er leitað logandi ljósi að hentugu húsnæði – Veist þú um gott húsnæði fyrir veitingastaðinn?
Veitingastaðurinn Rakang við Lyngháls 4 lokar um mánaðarmótin næstkomandi. Um er að ræða tímabundna lokun þar sem veitingastaðurinn mun flytja í nýtt húsnæði.
Verkfræðistofan EFLA hefur tekið á leigu alla bygginguna að Lynghálsi 4 og því þurfa öll fyrirtæki í húsinu að flytja og m.a. Íslandsbanki.
„Við höfum ekki enn gert samning um annað húsnæði en erum þó í samninga viðræðum við nokkra aðila.“
, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nýja húsnæðið.
Tilkynnt verður á facebook síðu Rakang um nýju staðsetninguna, fylgist vel með hér.
„Það er mjög erfitt að finna húsnæði á þeim stað sem við viljum vera á en okkur hefur fundist það vera skilyrði því við viljum halda okkar góðu tengslum við okkar viðskiptavini og fyrirtæki í nágrenninu. Ef við finnum á endanum ekki húnsæði hér þá munum við íhuga flutning í annað hverfi.“
Rakang mun halda áfram að þjónusta og senda mat í heimsendingu fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við veitingastaðinn og þeir sem eiga klippikort hjá Rakang geta notað þau út þessa viku og svo aftur á nýja staðnum.
„Það er ljóst að við munum þurfa loka í nokkrar vikur a.m.k. en alveg staðráðin í því að opna aftur enda hefur þessi staður mjög gott orð á sér fyrri góð hráefni, stóra skammta og góðan mat.
Það er virkilega erfitt að þurfa að loka en við lítum á þetta með jákvæðum augum og ef einhver veit um gott húsnæði fyrir okkur þá má sá sami endilega hafa samband í netfangið [email protected] eða hér á Facebook.“
, sagði Guðmundur að lokum.
Síðasti dagurinn sem verður opið hjá Rakang er sunnudagurinn 1. október 2017 en þangað til mun staðurinn bjóða áfram upp á frábært hádegisverðartilboð sem og önnur tilboð.
Mynd: skjáskot af google korti
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma