Vertu memm

Frétt

Rakang lokar og nú er leitað logandi ljósi að hentugu húsnæði – Veist þú um gott húsnæði fyrir veitingastaðinn?

Birting:

þann

Rakang - Lyngháls 4 Reykjavík

Lyngháls 4

Veitingastaðurinn Rakang við Lyngháls 4 lokar um mánaðarmótin næstkomandi. Um er að ræða tímabundna lokun þar sem veitingastaðurinn mun flytja í nýtt húsnæði.

Verkfræðistofan EFLA hefur tekið á leigu alla bygginguna að Lynghálsi 4 og því þurfa öll fyrirtæki í húsinu að flytja og m.a. Íslandsbanki.

„Við höfum ekki enn gert samning um annað húsnæði en erum þó í samninga viðræðum við nokkra aðila.“

, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nýja húsnæðið.

Tilkynnt verður á facebook síðu Rakang um nýju staðsetninguna, fylgist vel með hér.

„Það er mjög erfitt að finna húsnæði á þeim stað sem við viljum vera á en okkur hefur fundist það vera skilyrði því við viljum halda okkar góðu tengslum við okkar viðskiptavini og fyrirtæki í nágrenninu. Ef við finnum á endanum ekki húnsæði hér þá munum við íhuga flutning í annað hverfi.“

Rakang mun halda áfram að þjónusta og senda mat í heimsendingu fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við veitingastaðinn og þeir sem eiga klippikort hjá Rakang geta notað þau út þessa viku og svo aftur á nýja staðnum.

„Það er ljóst að við munum þurfa loka í nokkrar vikur a.m.k. en alveg staðráðin í því að opna aftur enda hefur þessi staður mjög gott orð á sér fyrri góð hráefni, stóra skammta og góðan mat.

Það er virkilega erfitt að þurfa að loka en við lítum á þetta með jákvæðum augum og ef einhver veit um gott húsnæði fyrir okkur þá má sá sami endilega hafa samband í netfangið [email protected] eða hér á Facebook.“

, sagði Guðmundur að lokum.

Síðasti dagurinn sem verður opið hjá Rakang er sunnudagurinn 1. október 2017 en þangað til mun staðurinn bjóða áfram upp á frábært hádegisverðartilboð sem og önnur tilboð.

 

Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið