Vertu memm

Freisting

Ragnar Ómars. í 2. sæti í One World

Birting:

þann

Bjarni og Raggi með ljónynjunum
Bjarni og Raggi með ljónynjunum

Ragnar Ómarsson var fulltrúi Íslands og keppti fyrir hönd Evrópu í matreiðslukeppninni One World á mánudaginn 19 mars síðastliðin og lenti kappinn í öðru sæti.

Fréttaritari hafði samband við einn af ferðalöngunum hann Bjarna G. Kristinsson stórmeistara og yfirmatreiðslumann Grillsins á Sögu og bað hann um að segja okkur aðeins frá ferðinni, en byrjuðum á því að spyrja hann um velgengni Ragnars í keppninni:

„Ragnar lenti í öðru sæti með mjög litlum mun við keppandann Fitji sem bar sigur úr býtum, en þessi keppni var haldin til að kynna matreiðslumönnum og dómurum mismunandi mat og matreiðsluaðferðum og átti hver keppandi að elda úr hráefni sem hann hefði ekki unnið með á sínum heimaslóðum, og var því allt hráefni frá Suður Afríku og er þ.a.l. nýtt fyrir evrópu þjóðirnar og þar með var markmiði keppninnar náð.

Umgjörðin á keppninni var á léttu nótunum og það skapaðist erfiðleikar fyrir vikið að fá rétta hráefnið, en Íslenskir kokkar eru nú vanir að „redda“ sér úr hlutunum“, sagði Bjarni glettinn.

Því næst spurði fréttamaður Bjarna hvort þetta hefði ekki verið sérstök lífsreynsla að fara þarna út?

„Þetta var mjög skemmtileg ferð og stóð það mest upp úr þegar við náðum að umgangast innfædda á mörkuðum og í safari ferð í ljónagarðinn, eins með að hitta keppendur frá Congo sem voru nýkomnir úr hermensku frá borgarstyrjöld.

En þessi keppni er gerð til að byggja upp og sýna matarmenningu í skugga fátæktar og fá dómara frá hverju landi til að koma skoðun þeirra á matreiðsluaðferðum og var það allt með aðstoð túlka. Menn voru að keppa á jafnræðisgrundvelli.“

Smellið hér til að skoða myndir frá Afríkuferðinni

kv.
Bjarni Gunnar Kristinsson

Ljónatemjari og matreiðslumaður

Comment

Mbl.is frétt vitnar í Freisting.is

Ekki fylgdi sögunni hver tók meðfylgjandi mynd, en eftir myndinni að dæma þá er það Ragnar Ómars. sem tekur þarna sjálfur myndina.
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið