Freisting
Ragnar Ómars. í 2. sæti í One World
Bjarni og Raggi með ljónynjunum
Ragnar Ómarsson var fulltrúi Íslands og keppti fyrir hönd Evrópu í matreiðslukeppninni One World á mánudaginn 19 mars síðastliðin og lenti kappinn í öðru sæti.
Fréttaritari hafði samband við einn af ferðalöngunum hann Bjarna G. Kristinsson stórmeistara og yfirmatreiðslumann Grillsins á Sögu og bað hann um að segja okkur aðeins frá ferðinni, en byrjuðum á því að spyrja hann um velgengni Ragnars í keppninni:
„Ragnar lenti í öðru sæti með mjög litlum mun við keppandann Fitji sem bar sigur úr býtum, en þessi keppni var haldin til að kynna matreiðslumönnum og dómurum mismunandi mat og matreiðsluaðferðum og átti hver keppandi að elda úr hráefni sem hann hefði ekki unnið með á sínum heimaslóðum, og var því allt hráefni frá Suður Afríku og er þ.a.l. nýtt fyrir evrópu þjóðirnar og þar með var markmiði keppninnar náð.
Umgjörðin á keppninni var á léttu nótunum og það skapaðist erfiðleikar fyrir vikið að fá rétta hráefnið, en Íslenskir kokkar eru nú vanir að „redda“ sér úr hlutunum“, sagði Bjarni glettinn.
Því næst spurði fréttamaður Bjarna hvort þetta hefði ekki verið sérstök lífsreynsla að fara þarna út?
„Þetta var mjög skemmtileg ferð og stóð það mest upp úr þegar við náðum að umgangast innfædda á mörkuðum og í safari ferð í ljónagarðinn, eins með að hitta keppendur frá Congo sem voru nýkomnir úr hermensku frá borgarstyrjöld.
En þessi keppni er gerð til að byggja upp og sýna matarmenningu í skugga fátæktar og fá dómara frá hverju landi til að koma skoðun þeirra á matreiðsluaðferðum og var það allt með aðstoð túlka. Menn voru að keppa á jafnræðisgrundvelli.“
Smellið hér til að skoða myndir frá Afríkuferðinni
kv.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Ljónatemjari og matreiðslumaður
Mbl.is frétt vitnar í Freisting.is
Ekki fylgdi sögunni hver tók meðfylgjandi mynd, en eftir myndinni að dæma þá er það Ragnar Ómars. sem tekur þarna sjálfur myndina.
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla