Freisting
Quiznos stefna að opnun í Reykjanesbæ
Skyndibitastaðurinn Quiznos hefur hug á því að opna útibú í Reykjanesbæ og auglýsir nú eftir aðilum til þess að taka við rekstrarleyfi á svæðinu.
Hjónin Hjörtur Aðalsteinsson og Auður Jacobsen eru eigendur Quiznos en keðjan hóf göngu sína árið 1981 í Bandaríkjunum og var stofnað af Chef Jimmy.
Við rekum tvo staði í Reykjavík og erum að opna þann þriðja í Kópavogi. Nú stefnum við að því að opna í Reykjanesbæ, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Vestmannaeyjum og Ísafirði, sagði Hjörtur í samtali við Víkurfréttir.
Þeir sem hug hafa á því að taka að sér rekstur staðarins fá alla nauðsynlega þjálfun hjá okkur og því er reynsla ekki skilyrði, sagði Hjörtur sem keypti Quiznos fyrir tveimur árum ásamt eiginkonu sinni Auði.
Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt ótrúlegar þessi tvö ár sem við höfum átt staðinn og við erum ekki í vafa um það að vel sé hægt að markaðssetja staðina víðar um landið en í Reykjavík, sagði Hjörtur og fannst honum spennandi að geta opnað útibú á verslunarsvæði eins og því sem reisa á við Reykjanesbraut.
Greint frá á Vf.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata