Nemendur & nemakeppni
Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði – Rúnar Ingi kenndi nemendum pylsugerð í 2. bekk í matreiðslu í VMA
Svo einfalt er málið ekki að pylsur séu bara pylsur! Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði og víða um lönd er hún í hávegum höfð og úrvalið er lyginni líkast. Enda er það svo að hægt er að fara óteljandi leiðir í að búa til pylsur. Hugmyndafluginu eru engar skorðar settar í pylsugerð.
Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmaður og gæðafulltrúi í Kjarnafæði-Norðlenska, kann eitt og annað fyrir sér í pylsugerð og hann miðlaði úr viskubrunni sínum í vikunni til nemenda í 2. bekk í matreiðslu í VMA. Nemendur þreifuðu sig áfram með ólíkar uppskriftir í pylsugerð þar sem grunnhráefnið var úr ýmsum áttum: svínakjöt, lambakjöt, kalkúnn og kjúklingur. Fitan er mikilvæg, um það bil fimmtungur af hrærunni. Síðan er notað salt og allskonar krydd og eilítið kartöflumjöl til þess að líma hræruna vel saman.
Þessar myndir voru teknar af nemendum og kennurum þeirra, Rúnari Inga, og Ara Hallgrímssyni, þegar unnið var að pylsugerðinni sl. þriðjudag.
Fjölbreyttir pylsuréttir voru síðan á borð bornir fyrir gesti í gær. Hilmar Friðjónsson mætti með myndavélina.
Myndir: vma.is / Hilmar Friðjónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux