Nemendur & nemakeppni
Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði – Rúnar Ingi kenndi nemendum pylsugerð í 2. bekk í matreiðslu í VMA
Svo einfalt er málið ekki að pylsur séu bara pylsur! Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði og víða um lönd er hún í hávegum höfð og úrvalið er lyginni líkast. Enda er það svo að hægt er að fara óteljandi leiðir í að búa til pylsur. Hugmyndafluginu eru engar skorðar settar í pylsugerð.
Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmaður og gæðafulltrúi í Kjarnafæði-Norðlenska, kann eitt og annað fyrir sér í pylsugerð og hann miðlaði úr viskubrunni sínum í vikunni til nemenda í 2. bekk í matreiðslu í VMA. Nemendur þreifuðu sig áfram með ólíkar uppskriftir í pylsugerð þar sem grunnhráefnið var úr ýmsum áttum: svínakjöt, lambakjöt, kalkúnn og kjúklingur. Fitan er mikilvæg, um það bil fimmtungur af hrærunni. Síðan er notað salt og allskonar krydd og eilítið kartöflumjöl til þess að líma hræruna vel saman.
Þessar myndir voru teknar af nemendum og kennurum þeirra, Rúnari Inga, og Ara Hallgrímssyni, þegar unnið var að pylsugerðinni sl. þriðjudag.
Fjölbreyttir pylsuréttir voru síðan á borð bornir fyrir gesti í gær. Hilmar Friðjónsson mætti með myndavélina.
- Ari Hallgrímsson matreiðslumeistari og brautastjóri matvælabrautar VMA
Myndir: vma.is / Hilmar Friðjónsson

-
Nemendur & nemakeppni8 klukkustundir síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas