Nemendur & nemakeppni
Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði – Rúnar Ingi kenndi nemendum pylsugerð í 2. bekk í matreiðslu í VMA
Svo einfalt er málið ekki að pylsur séu bara pylsur! Pylsugerð er ákveðin listgrein í kjötiðnaði og víða um lönd er hún í hávegum höfð og úrvalið er lyginni líkast. Enda er það svo að hægt er að fara óteljandi leiðir í að búa til pylsur. Hugmyndafluginu eru engar skorðar settar í pylsugerð.
Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmaður og gæðafulltrúi í Kjarnafæði-Norðlenska, kann eitt og annað fyrir sér í pylsugerð og hann miðlaði úr viskubrunni sínum í vikunni til nemenda í 2. bekk í matreiðslu í VMA. Nemendur þreifuðu sig áfram með ólíkar uppskriftir í pylsugerð þar sem grunnhráefnið var úr ýmsum áttum: svínakjöt, lambakjöt, kalkúnn og kjúklingur. Fitan er mikilvæg, um það bil fimmtungur af hrærunni. Síðan er notað salt og allskonar krydd og eilítið kartöflumjöl til þess að líma hræruna vel saman.
Þessar myndir voru teknar af nemendum og kennurum þeirra, Rúnari Inga, og Ara Hallgrímssyni, þegar unnið var að pylsugerðinni sl. þriðjudag.
Fjölbreyttir pylsuréttir voru síðan á borð bornir fyrir gesti í gær. Hilmar Friðjónsson mætti með myndavélina.
Myndir: vma.is / Hilmar Friðjónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður