Markaðurinn
Postulíns framleiðandinn REVOL 250 ára í ár
Í ár er REVOL að halda upp á 250 ára afmælið sitt og í tilefni þess langaði þeim að koma með línu sem væri einstök bæði í hönnun og litum.
Öll línan er búin til úr svörtu postulíni og gljáð með mismunandi litatónum.
Diskarnir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum, ásamt skálum, kaffibollum og undirskálum.
Innblásturinn fyrir litavali kemur frá kryddum sem matreiðslumeistarar nota mikið, því ættu flestir að þekkja litina, Mint, Tonka, Nutmeg, Kanill, Tumeric, Cardamom ásamt hvíta litnum.
Þessi lína er hönnuð af frægum frönskum arkitekt og hönnuði sem heitir Noé Duchaufour-Lawrance í samstarfi við REVOL teymið.
Rekstrarvörur hafa ráðið til sín matreiðslumeistarann Einar Björn Guðnýjarson til að sjá um sölu á vörum frá REVOL og Pillivuyt, ásamt öðrum borðbúnaði. Einar Björn tekur á móti veitingamönnum í sýningarsal Rekstrarvara á Réttarhálsi og sýnir postulínið og annan borðbúnað.
Í vikunni höfum við sett inn á Instagram síðuna okkar, nokkur myndbönd sem koma í heild sinni hérna að neðan ásamt fallegum myndum af uppdekkuðum Caractere borðbúnaði.
Hægt er að sjá fleiri myndir af Caractere línunni ásamt öðrum línum frá REVOL á Facebook og Instagram síðu Rekstrarvara.
Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays











