Markaðurinn
Ponthier ávaxtapúrrur frá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Fyrr á þessu ári hóf Ásbjörn Ólafsson ehf. innflutning og sölu á ferskum ávaxtapúrrum frá Ponthier. Ávaxtapúrrurnar eru einstaklega bragðmiklar og litríkar en ekki er notast við nein aukaefni í framleiðsluna. Ponthier ávaxtapúrrurnar eru kælivörur sem geymast í allt að 12 daga eftir opnun. Einnig má frysta ávaxtapúrrurnar sem er afar hentugt fyrir t.d. afganga.
Ponthier ávaxtapúrrurnar hafa fengið frábærar viðtökur hjá matreiðslufólki og barþjónum og erum við þakklát fyrir það. Flestir tala um gæði vörunnar og það að hún sé kælivara geri hana að ákjósanlegum kosti því hún sé alltaf tilbúin til notkunar.
Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við söludeild okkar með því að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 414-1150.
Smellið hér til að skoða bækling um Ponthier ávaxtapúrrurnar.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





