Markaðurinn
Pons ólífuolíurnar – nú margverðlaunaðar vörur
Hjá Ekrunni fást hágæða ólífuolíur frá spænska framleiðandanum Pons en á EVOO Catalonia verðlaunahátíðinni í desember 2024 vann vörumerkið til 11 verðlauna og þar á meðal sögulegan þrefaldan sigur í flokki grænna olía með ávaxtakeim.
Hátíðin er tileinkuð því að heiðra bestu extra virgin ólífuolíurnar sem framleiddar eru í Katalóníu. Áhersla er lögð á gæði, nýsköpun, sjálfbærni og matargerðarhæfni ólífuolía. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á framúrskarandi framleiðslu og til að styrkja orðspor katalónskra ólífuolía á alþjóðlegum vettvangi.
Með veittum verðlaunum styrkir Pons stöðu sína á markaði sem leiðandi framleiðandi þar sem gæði og nýsköpun í framleiðslu á ólífuolíu er í fyrirrúmi.
Janroc línan frá Pons náði bestum árangri og í vöruúrvali Ekrunnar er extra virgin Arbequine ólífuolía 500 ml.
Sú vara fékk eftirfarandi verðlaun:
- Topp 10 besta extra virgin ólífuolía Katalóníu.
- Besta græna olían með ávaxtakeim í Katalóníu í flokki stórra framleiðanda.
- Besta ólífuolían til matargerðar.
Hvetjum þig til að skoða Janroc Arbequina ólífuolíuna betur fyrir hvers kyns matargerð og hér er hægt að lesa sér betur til um vörumerkið Pons.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 530-8500.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







