Markaðurinn
Pons ólífuolíurnar – nú margverðlaunaðar vörur
Hjá Ekrunni fást hágæða ólífuolíur frá spænska framleiðandanum Pons en á EVOO Catalonia verðlaunahátíðinni í desember 2024 vann vörumerkið til 11 verðlauna og þar á meðal sögulegan þrefaldan sigur í flokki grænna olía með ávaxtakeim.
Hátíðin er tileinkuð því að heiðra bestu extra virgin ólífuolíurnar sem framleiddar eru í Katalóníu. Áhersla er lögð á gæði, nýsköpun, sjálfbærni og matargerðarhæfni ólífuolía. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á framúrskarandi framleiðslu og til að styrkja orðspor katalónskra ólífuolía á alþjóðlegum vettvangi.
Með veittum verðlaunum styrkir Pons stöðu sína á markaði sem leiðandi framleiðandi þar sem gæði og nýsköpun í framleiðslu á ólífuolíu er í fyrirrúmi.
Janroc línan frá Pons náði bestum árangri og í vöruúrvali Ekrunnar er extra virgin Arbequine ólífuolía 500 ml.
Sú vara fékk eftirfarandi verðlaun:
- Topp 10 besta extra virgin ólífuolía Katalóníu.
- Besta græna olían með ávaxtakeim í Katalóníu í flokki stórra framleiðanda.
- Besta ólífuolían til matargerðar.
Hvetjum þig til að skoða Janroc Arbequina ólífuolíuna betur fyrir hvers kyns matargerð og hér er hægt að lesa sér betur til um vörumerkið Pons.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 530-8500.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?