Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pizza Popolare er fyrsti pizzastaðurinn á Íslandi sem fær viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza
Veitingastaðurinn Pizza Popolare, sem staðsettur er í Pósthús mathöllinni, fékk nú á dögunum viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza, en ekki er vitað að annar pizzastaður á Íslandi hafi fengið áður þessa viðurkenningu. Heildarlistann er hægt að skoða með því að smella hér.
„Þessi viðurkenning endurspeglar það sem við höfum verið að vinna að frá fyrsta degi; framleiða hreina gæðavöru.
Við eigum þennan árangur okkar vinnusama teymi okkar og yndislegu viðskiptavinum að þakka, þar sem stuðningur og hollusta þeirra gera allt mögulegt.“
Segir í tilkynningu.
Eigendur Pizza Popolare eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson, en þeir eru þessa stundina í óða önn að opna nýja mathöll á Glerártorgi á Akureyri. Pizza Popolare, býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?