Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pizza Popolare er fyrsti pizzastaðurinn á Íslandi sem fær viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza
Veitingastaðurinn Pizza Popolare, sem staðsettur er í Pósthús mathöllinni, fékk nú á dögunum viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza, en ekki er vitað að annar pizzastaður á Íslandi hafi fengið áður þessa viðurkenningu. Heildarlistann er hægt að skoða með því að smella hér.
„Þessi viðurkenning endurspeglar það sem við höfum verið að vinna að frá fyrsta degi; framleiða hreina gæðavöru.
Við eigum þennan árangur okkar vinnusama teymi okkar og yndislegu viðskiptavinum að þakka, þar sem stuðningur og hollusta þeirra gera allt mögulegt.“
Segir í tilkynningu.
Eigendur Pizza Popolare eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson, en þeir eru þessa stundina í óða önn að opna nýja mathöll á Glerártorgi á Akureyri. Pizza Popolare, býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði