Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pizza Popolare er fyrsti pizzastaðurinn á Íslandi sem fær viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza
Veitingastaðurinn Pizza Popolare, sem staðsettur er í Pósthús mathöllinni, fékk nú á dögunum viðurkenninguna „Excellent Pizzeria“ frá 50 Top Pizza, en ekki er vitað að annar pizzastaður á Íslandi hafi fengið áður þessa viðurkenningu. Heildarlistann er hægt að skoða með því að smella hér.
„Þessi viðurkenning endurspeglar það sem við höfum verið að vinna að frá fyrsta degi; framleiða hreina gæðavöru.
Við eigum þennan árangur okkar vinnusama teymi okkar og yndislegu viðskiptavinum að þakka, þar sem stuðningur og hollusta þeirra gera allt mögulegt.“
Segir í tilkynningu.
Eigendur Pizza Popolare eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson, en þeir eru þessa stundina í óða önn að opna nýja mathöll á Glerártorgi á Akureyri. Pizza Popolare, býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað








