Íslandsmót barþjóna
Patrekur Ísak er Íslandsmeistari barþjóna – Öll úrslit kvöldsins í RCW
Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) er lokið en hún hófst 10. apríl og lauk í kvöld með glæsilegri barþjónakeppni í Gamla Bíói.
Barþjónaklúbbur Íslands hafa veg og vanda að þessari árlegu kokteilahátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík.
Sjá einnig: Íslandsmót Barþjóna: úrslitin í undankeppnunum – Myndir og vídeó
Íslandsmót barþjóna
Í kvöld fór fram Íslandsmót Barþjóna í Gamla Bíói, þar sem þrír keppendur kepptu til úrslita eftir að hafa komist áfram í undankeppni sem haldin var 11. apríl s.l.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Patrekur Ísak – Nauthóll
2. sæti – Árni Gunnarsson – Soho
3. sæti – Patrick Örn Hansen – PublicHouse
Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Patrekur Ísak
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari Barþjóna 2018, en hann keppti í undanúrslitunum á fimmtudaginn s.l.
Keppt var eftir ströngustu IBA reglum.
Þemakeppni Tom Collins
Samhliða kokteilhátíðinni var haldin þemakeppni, sem að þessu sinni var Tom Collins gin keppni.
Úrslit:
1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social
2. sæti – Emil Þór Emilsson – Sushi Social
3. sæti – Víkingur Thorsteinsson – Apótek
Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Johan Alexander Olsen Pálmason – Nauthóll
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Emil Þór Emilsson
RCW drykkurinn 2019
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna nú í vikunni.
Það var Public House á laugaveginum sem sigraði og hlaut titilinn: Reykjavík Coctail Weekend drykkinn 2019
Besti barinn 2018
Netkosning um besta kokteilbarinn 2018 fór fram hér og fékk Apótekið flest stig og hlaut þar með titilinn Kokteilbar ársins 2018.
Myndir eru væntanlegar í hús og verður gert góð skil á þeim með annarri frétt. Fylgist með.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 klukkustund síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir