Vertu memm

Markaðurinn

Paloma dagurinn – 22. maí

Birting:

þann

Paloma dagurinn

Kokteiláhugafólk um allan heim skálar í Paloma í dag 22.maí á alþjóðlegum degi fagurbleika kokteilsins.

Paloma kokteillinn er ættaður frá Mexíkó þar sem hann er mest seldi kokteillinn og er gerður úr agave spíra, annað hvort tequila eða meskal.

Íslendingar ætla aldeilis að fagna þessu tilefni og bestu barir bæjarins verða með flotta Paloma seðla fram á sumar.

Paloma dagurinn

Svo er hægt að fara á Skugga, Lebowski, Enska barinn, Dönsku krána eða Freyju bar og safna límmiðum í Paloma vegabréfið út maí og fá sjöttu Palomuna fría.

Hér er einföld leið til að gera Paloma með tilbúnum Pink Grapefruit mixer.

Uppskrift:

45ml Don Julio tequila

10ml ferskur límónu safi

Thomas Henry Pink Grapefruit

Salt

Greipaldin

Aðferð: 

Bleytið hluta af brún á háu glasi með greipsafa og setjið salt á glasbrúnina. Fyllið glasið af klökum og mælið Don Julio tequila og límónu safa út í glasið. Fyllið upp með Thomas Henry Pink Grapefruit og hrærið létt. Skreytið með sneið af greip.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið