07febAllan daginn09Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinumEftir
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar 2025. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar 2025. Sjá nánar hér.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar 2025. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar 2025.
07.02.2025 - 09.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
08feb19:3022:00Þorrablót á SíldarkaffiEftir
Laugardaginn 8. febrúar næstkomandi verður haldið Þorrablót á Síldarkaffi á Siglufirði. Eins og íslenskar matarhefðir gera ráð fyrir verður boðið upp á bæði súrmeti og nýmeti og eitthvað fyrir alla. Hið
Laugardaginn 8. febrúar næstkomandi verður haldið Þorrablót á Síldarkaffi á Siglufirði. Eins og íslenskar matarhefðir gera ráð fyrir verður boðið upp á bæði súrmeti og nýmeti og eitthvað fyrir alla.
Hið stórskemmtilega dúó Hundur í óskilum sér um veislustjórn og skemmtun.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30
Matseðill:
Súrmeti; Lundabaggar, blóðmör, lifrarpylsa, sviðasulta, grísasulta, hvalur og hrútspungar.
Nýmeti: Blóðmör, lifrarpylsa, svið, magáll, sviðasulta, grísasulta, hangikjöt, hákarl, harðfiskur, síld, reykt nautatunga, sveitabjúgu og plokkfiskur.
Meðlæti:
Heimabakað rúgbrauð, flatkökur, kartöflur, uppstúf, rófustappa & grænar baunir.
Miðaverð: 10.900
Miðasala hefst mánudaginn 20. janúar og fer fram í Bátahúsinu á Siglufirði alla virka daga en jafnframt má panta miða í síma 467 1604 / 865 2036 eða með tölvupósti: [email protected]
Meira
08.02.2025 19:30 - 22:00(GMT+00:00)
11febAllan daginnWorld Class barþjónakeppnin 2025Eftir
Skráning er hafin í stærstu og virtustu barþjónakeppni heims á drekkumbetur.is hér. World Class heldur nokkur námskeið í aðdraganda keppninnar þar sem allir barþjónar og veitingafólk
Skráning er hafin í stærstu og virtustu barþjónakeppni heims á drekkumbetur.is hér.
World Class heldur nokkur námskeið í aðdraganda keppninnar þar sem allir barþjónar og veitingafólk eru velkomin að koma, fræðast og bæta við sig þekkingu. Leikar hefjast þann 11.febrúar á efri hæð Röntgen með Tanqueray nr. 10 námskeiði og þá er einnig lokafrestur skráningar.
Námskeiðin verða í um miðjan febrúar, miðjan mars og lokakeppnin verður 13. maí.
Meira
11.02.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
13feb18:3022:00Kótilettukvöld á Catalinu veitingahúsinu HamraborgEftir
Siglfirðingafélagið býður kótilettukörlum og konum upp á kótilettu og myndakvöld 13. febrúar næstkomandi á Catalinu veitingahúsinu Hamraborg 11 Kópavogi. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður því salurinn tekur ekki endalaust við
Siglfirðingafélagið býður kótilettukörlum og konum upp á kótilettu og myndakvöld 13. febrúar næstkomandi á Catalinu veitingahúsinu Hamraborg 11 Kópavogi. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður því salurinn tekur ekki endalaust við og því er skynsamlegt að festa miða í fyrra fallinu.
Eftir matinn verður boðið upp á myndasýningu.
Nánari upplýsingar á meðfylgjandi mynd
13.02.2025 18:30 - 22:00(GMT+00:00)
19febAllan daginn21Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í StavangerEftir
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar. Hátíðin er
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar.
Hátíðin er í tengslum við Food & Fun og fer fram dagana 19. og 21. febrúar 2025 og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin í Stavanger.
19.02.2025 - 21.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
27febAllan daginnGraham’s Blend Series Kokteil keppni 2025Eftir
Keppnin Graham’s Blend Series Cocktail Competition verður haldin 27. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar hér.
Keppnin Graham’s Blend Series Cocktail Competition verður haldin 27. febrúar næstkomandi.
27.02.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
08mar(mar 8)11:0009(mar 9)17:00Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í HörpuEftir
Helgina 8. og 9. mars verður Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í Hörpu. Opið frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og frítt inn. Matarhetjur Íslands koma saman með sætt, seigt
Helgina 8. og 9. mars verður Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í Hörpu. Opið frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og frítt inn.
Matarhetjur Íslands koma saman með sætt, seigt og safaríkt. Vopnuð ástríðu fyrir matnum og ferlinu. Einkunarorð Matarmarkaðar Íslands eru upplifun, uppruni og umhyggja.
Öll velkomin og endilega takið börn – næstu kynslóð neytenda- með og kynnið þau fyrir einstakri stemningu á Matarmarkaði Íslands. Matur er manns gaman.
08.03.2025 11:00 - 09.03.2025 17:00(GMT+00:00)
13marAllan daginn15Íslandsmót iðn- og verkgreina 2025Eftir
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025.
Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.
24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.
Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:
Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu.
Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.
Nánar á namogstorf.is
Meðfylgjandi mynd tók Sigurjón Bragi Geirsson
Meira
13.03.2025 - 15.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
24marAllan daginnBCA verðlaunafhending í SvíþjóðEftir
Bartenders Choice Awards (BCA) hafa skipað sér stóran sess meðal barþjóna og veitingamanna síðustu ár. Tilnefningar fóru fram á barnum GilliGogg við Austurstræti 12A í Reykjavík, sunnudaginn, 12. janúar s.l.
Bartenders Choice Awards (BCA) hafa skipað sér stóran sess meðal barþjóna og veitingamanna síðustu ár.
Tilnefningar fóru fram á barnum GilliGogg við Austurstræti 12A í Reykjavík, sunnudaginn, 12. janúar s.l. Sjá nánar hér.
Verðlaunin verða veitt á hátíðarkvöldverði Bartenders’ Choice Awards þann 24. mars í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Meira
24.03.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
27marAllan daginn29Kokkur ársins 2025Eftir
Matreiðslukeppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins verða haldnar í IKEA 27. til 29. mars næstkomandi. Skráning er hafin á vef Klúbbs matreiðslumeistara og er skráningarfrestur til kl. 22:00 föstudaginn 21.
Matreiðslukeppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins verða haldnar í IKEA 27. til 29. mars næstkomandi.
Skráning er hafin á vef Klúbbs matreiðslumeistara og er skráningarfrestur til kl. 22:00 föstudaginn 21. mars.
Þátttaka er frí og eru allir matreiðslumenn hvattir til að taka þátt.
27.03.2025 - 29.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
30marAllan daginn31Heimsmeistarakeppni í kjötskurðiEftir
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31.
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31. mars.
Keppnirnar verða haldnar þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram og verður í einni af höllunum sem notaðar voru á Ólympíuleikunum.
Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna keppir fyrir Íslands hönd.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í hverju liði eru 6 keppendur og á hvert lið að úrbeina 1/2 naut, 1/2 svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga og setja upp glæsilegt hlaðborð með öllum vörunum á 3 klst. 15 mín.
Dómarar mega spyrja alla meðlimi í landsliðinu spurningar á meðan keppnin stendur yfir, t.a.m. er auðvelt að elda vörurnar, hvaða eldunaraðferðir og eldunartímar eru fyrir vörurnar o.fl.
Það eru 15 lönd sem taka þátt á næsta ári, sem eru : Ástralía, Belgía, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland (ríkjandi heimsmeistari), Bretland, Ísland, Írland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal, Rúmenía, Spánn og Bandaríkin.
Hráefnið sem að íslenska liðið notar í keppnina er að mestu leyti frá Frakklandi.
Meðlimir í landsliðinu eru:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Ferskar kjötvörur.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Meira
30.03.2025 - 31.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
13aprAllan daginn16Frá Hollywood til veitingahúsa: Wahlberg deilir reynslu sinni á RLCEftir
Hollywood leikarinn og frumkvöðullinn Mark Wahlberg hefur verið tilkynntur sem aðalræðumaður á Restaurant Leadership Conference 2025 (RLC), sem haldin verður 13.–16. apríl í Phoenix, Arizona. Wahlberg, sem er meðstofnandi veitingastaðakeðjunnar Wahlburgers
Hollywood leikarinn og frumkvöðullinn Mark Wahlberg hefur verið tilkynntur sem aðalræðumaður á Restaurant Leadership Conference 2025 (RLC), sem haldin verður 13.–16. apríl í Phoenix, Arizona.
Wahlberg, sem er meðstofnandi veitingastaðakeðjunnar Wahlburgers ásamt bræðrum sínum, Paul og Donnie, mun deila innsýn sinni í leiðtogahæfni, nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.
Hann mun ræða 13 ára ferðalag þeirra við að byggja upp Wahlburgers og fjalla um áskoranir og sigra sem fylgja því að reka fjölskyldurekinn veitingastað. Auk þess mun hann kynna nýjustu þróun hjá Wahlburgers, þar á meðal stækkun til Púertó Ríkó, ný samstarfsverkefni í Las Vegas og fyrstu staðsetningu þeirra í Oklahoma.
Mynd: wahlburgers.com
Meira
13.04.2025 - 16.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
22maiAllan daginn25Norðurlandaþing matreiðslumanna haldið í SvíþjóðEftir
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg. Fréttayfirlit hér.
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg.
22.05.2025 - 25.05.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
21júlAllan daginn23WineTech 2025: Nýjungar sem móta framtíð vínframleiðsluEftir
WineTech, stærsta viðskiptasýning víngeirans á suðurhveli jarðar, snýr aftur árið 2025 og verður haldin í Adelaide Convention Centre dagana 21.–23. júlí. Þessi þríæringur (haldin á þriggja ára fresti) býður birgjum
WineTech, stærsta viðskiptasýning víngeirans á suðurhveli jarðar, snýr aftur árið 2025 og verður haldin í Adelaide Convention Centre dagana 21.–23. júlí. Þessi þríæringur (haldin á þriggja ára fresti) býður birgjum tækifæri til að kynna nýjungar sem auka getu og samkeppnishæfni ástralskra vínframleiðenda.
Adelaide er höfuðborg Suður-Ástralíu og er staðsett á suðurströnd Ástralíu. Borgin er þekkt fyrir víngerðarsvæði sín í grenndinni, eins og Barossa Valley, McLaren Vale, og Adelaide Hills, sem eru meðal frægustu vínræktarsvæða landsins.
Nánar á: winetech.com.au
Meira
21.07.2025 - 23.07.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Hréfni 1 kg grásleppa 2 msk ferskt basil 2 msk ferskt koríander 4 msk ólífuolía 4 hvítlauksrif 1 peli rjómi 1 sítróna 1-2 msk smjör grænmetissalt...
Nellie Melba (1861-1931) Fræg Áströlsk söngkona sem Escoffier heiðraði nokkrum sinnum með því að gefa réttum sínum nafn í höfuð á henni. Melba Sauce Sósa sem...
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.