Uncategorized
Ostar og vín:- hvað finnst mönnum?
Á heimasíðu Vinskolinn.is ber að líta skemmtilega grein um samsetningu á ostum og vínum.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa útkomunina:
Það var fróðlegt að upplífa hversu mismunandi bragðlaukarnir hvers og eins brugðust við samsetningu osta og vína sem stóðu til boða á síðustu námskeiðum.Vínskólans. Ostabúðin bauð uppá geitaost, franskan Brie, Gullost hinn íslenska, rauðmygluost (Chaumes og St Albray), harðan ost (Prima Donna) og loks Gongonzola og Stilton (vel þroskaður). Ekki var farin hefðbundin leið með vínunum en þau voru valin þannig að Evrópa og Nýji Heimurinn áttu góða fulltrúa, og þrúgurnar voru flestallar einnig til staðar (nema Shiraz sme hentar siður með ostunum). En „úrslitin“ urðu eftirfarandi:
– kom mest á óvart:
Sauvignon Blanc (í þessu tilfelli St Clair Vicar’s Choice frá Nýja Sjálandi) og geitaostur, Stilton og Rivesaltes (Grenat og Ambré), Gewürtztraminer (Pfaffenheim) með rauðmygluosti.
– besta smellan:
Sauvignon Blanc og geitaosturinn, Chianti Classico (í þessu tilfelli Dievole „flaskan með andlitinu“) og Prima Donna, Gewürtztraminer og Rauðmygluosturinn.
– versta samsetning:
Bordeaux og harður ostur (of saltaður fyrir vínið), gráðaostur og rauðvín almennt.
Sum vín fylgdu ostunum alveg eftir uppí gráðaostinn, sem þoldi flesta mjög illa (nema helst Pujol Côte du Roussillon, ávaxtaríkt og með „sætum“ ávaxtatónum): Bordeaux hitti vel í mark með flestum ostum í fyrsta hópnum en seinni hópurinn hallaði meira á Beringer Merlot. Öll vínin í raun nutu sín fyllilega – og ostarnir sem hefðu þóst heldur sterkir fyrir íslenskan smekk nutu sín einnig mun betur í félagi við rétta vínið (rétt = fyrir hvern og einn!)
Lærdómurinn frá þessum tveimum námskeiðum er að þegar ostur er borinn fram stakur, verður að vanda valið og velja með opinn hug (hvítvín með geitaost t.d.). Sum vín henta alltaf mjög vel með ostabakka (nema gráðaosti) en smá hugsun geirir ostana betri og vínin einnig (Bordeaux eða Merlot frá nýja heiminum). Og svo að ostur og vín frá sömu svæði hafa tilhneigingu til að passa vel saman!
Ekki má svo gleyma að smekkur hvers og eins ræður mestu þegar á að velja vín með ostinum, en þessi dæmi geta hjálpað mörgum.
Þetta voru tvö mjög ánægjuleg kvöld sem verða endurtekin í haust.
Heimild: vinskolinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði