Smári Valtýr Sæbjörnsson
Opnaði matarvagn til að fjármagna kokkanám í Frakklandi – Námið kostar um 5,6 milljónir
Vefjuvagninn sem staðsettur er á Geirsgötu býður upp á girnilegan skyndibita frá klukkan 11:00 til 20:00. Á matseðlinum er Chili Con Carne, Lamba karrý, Grænmetisvefja og pönnukökur sem eru upprúllaðar með sykri eins og amma gerir, mmmm… girnilegt er það. Matseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Vefjuvagninn er hugarfórstur Lárusar Guðmundssonar oftast kallaður Lalli, en hann hefur langa reynslu af matargerð þrátt fyrir ungan aldur. Lalli hóf störf 16 ára gamall á suZushii og vann þar í 3 ár. 1 ár á Hótel Holti og var svo yfir eldhúsinu á Kjöt Kompaníinu.
Lalli ætlar nú að láta langþráðan draum rætast og fara í kokkanám í einn virtasta skóla Frakklands, þ.e. hjá engum öðrum en Paul Bocuse, en skólinn heitir einfaldlega Institut Paul Bocuse. Paul Bocuse er upphafsmaður Bocuse d´Or keppninnar sem margir hverjir þekkja.
Vefjuvagninn er hugsaður sem fjáröflun svo þessi draumur hjá Lalla geti orðið að veruleika.
Veitingageirinn.is forvitnaðist aðeins meira um Lárus og hans áhuga á kokkanáminu og fengum hann til að svara nokkrum spurningum:
Hvað er námið langt?
Námið er þrjú ár í Paul Bocuse institute de culinary skólanum þar á meðal 4-6 mánuðir í skiptinámi og því lýkur með BA prófi í matreiðslulist og veitingahúsastjórnun „Bachelor’s Degree in Culinary Arts and Restaurant Management“.
Hvað kostar námið?
Námið sjálft kostar um 5,6 milljónir en svo á eftir að bætast við dvalarkostnaður.
Hefur þú hug á því seinna meir að fara í kokkanám hér á Íslandi, þ.e. í Hótel og matvælaskólann í Kópavoginum?
Mig langar mest í nám erlendis en auðvitað veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi kokkanám hér heima.
Hvenær fékkstu áhuga og hvað var það sem kveikti í þér að fara í Paul Bocuse skólann?
Það sem kveikti áhuga minn fyrir alvöru á þessum skóla var ótrúleg tilviljun. Ég sat á einum af veitingastöðum Paul Bocuse í Lyon. Á borðinu við hliðina á mér sest vingjarnlegur maður, sem var sífellt að svara í símann. Þegar hann var að leggja frá sér tólið í líklegast níunda sinn, ávarpar hann mig og afsakar ónæðið sem hafði hlotist af þessu.
Út frá því förum við að spjalla saman og þá kom í ljós að hann er gæðastjóri yfir öllum veitingastöðum Paul Bocuse. Eftir stutt samtal við hann fann hann greinilega hversu mikinn áhuga ég hef á matargerð og hvatti mig eindregið til að sækja um skólann.
Í lokinn bauðst hann til að panta fyrir mig VIP kvöldverð á einum af veitingastöðunum sem hann hafði umsjón með. Það var einstök upplifun og mér leið eins og ég hefði verið staddur í einhverju ævintýri því ég fór til Frakklands með hugmyndir um framtíðina en kom til baka með plan ég verð að komast í þennann skóla hvað sem það kostar.
Sagði Lárus að lokum og hvetjum alla að heimsækja Vefjuvagninn og fylgjast með á facebook síðunni hér.
Myndir: af facebook síðu Vefjuvagnsins.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000