Frétt
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppsprettuna 2023 – Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu?
Hagar hafa opnað fyrir umsóknir í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettan. Þetta er í þriðja sinn sem Uppsprettan auglýsir úthlutun og eru um 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum í ár.
Umsóknarfrestur er til og með 27. september.
Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja við frumkvöðla til nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu og sérstakt tillit er tekið til sjálfbærni verkefna sem styðja við þróun, minnkun matarsóunar og hagræðingu í íslenskri matvælaframleiðslu.
„Það er ánægjulegt hvað áhuginn á Uppsprettunni hefur verið mikill frá byrjun, sem sýnir okkur að gróska í nýsköpun og þróun vöru fyrir dagvörumarkað er mikil. Okkur hjá Högum finnst mikið varið í að fá að styðja hugmyndaríka frumkvöðla og búa til skilvirkan farveg til að koma skemmtilegum nýjungum í hillur verslana þar sem viðskiptavinir fá að njóta þeirra.
Á síðustu tveimur árum hafa okkur borist tugir umsókna og samtals hafa 23 verkefni verið styrkt um tæpar 30 m.kr. Meira en helmingur þessara verkefna hefur nú þegar skilað vörum í verslanir og von er á fleirum núna á haustmánuðum. Eins og fyrr, þá leitumst við við að styðja verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og stuðla að minna umhverfisspori í framleiðslu og dreifingu.
Vonandi sækja sem flestir um og stuðla þannig að aukinni fjölbreytni í dagvöruverslun og jákvæðum áhrifum á samfélag okkar og umhverfi.“
Segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Haga.
Í myndbandinu hér að neðan segir Finnur Oddsson forstjóri Haga frá tilkomu sjóðsins og árangri verkefna sem fengu styrk 2021. Einnig er rætt við nokkra frumkvöðla sem deila reynslu sinni af þróun á vörum frá hugmynd á markað.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum