Frétt
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppsprettuna 2023 – Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu?
Hagar hafa opnað fyrir umsóknir í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettan. Þetta er í þriðja sinn sem Uppsprettan auglýsir úthlutun og eru um 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum í ár.
Umsóknarfrestur er til og með 27. september.
Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja við frumkvöðla til nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu og sérstakt tillit er tekið til sjálfbærni verkefna sem styðja við þróun, minnkun matarsóunar og hagræðingu í íslenskri matvælaframleiðslu.
„Það er ánægjulegt hvað áhuginn á Uppsprettunni hefur verið mikill frá byrjun, sem sýnir okkur að gróska í nýsköpun og þróun vöru fyrir dagvörumarkað er mikil. Okkur hjá Högum finnst mikið varið í að fá að styðja hugmyndaríka frumkvöðla og búa til skilvirkan farveg til að koma skemmtilegum nýjungum í hillur verslana þar sem viðskiptavinir fá að njóta þeirra.
Á síðustu tveimur árum hafa okkur borist tugir umsókna og samtals hafa 23 verkefni verið styrkt um tæpar 30 m.kr. Meira en helmingur þessara verkefna hefur nú þegar skilað vörum í verslanir og von er á fleirum núna á haustmánuðum. Eins og fyrr, þá leitumst við við að styðja verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og stuðla að minna umhverfisspori í framleiðslu og dreifingu.
Vonandi sækja sem flestir um og stuðla þannig að aukinni fjölbreytni í dagvöruverslun og jákvæðum áhrifum á samfélag okkar og umhverfi.“
Segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Haga.
Í myndbandinu hér að neðan segir Finnur Oddsson forstjóri Haga frá tilkomu sjóðsins og árangri verkefna sem fengu styrk 2021. Einnig er rætt við nokkra frumkvöðla sem deila reynslu sinni af þróun á vörum frá hugmynd á markað.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana