Markaðurinn
Opna Loch Lomond Whisky mótið verður haldið 14. júlí 2018 á Urriðavelli
Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf.
Glæsileg verðlaun í boði og skemmtileg stemning í skálanum allan daginn, innifalið í mótsgjaldi er lambalæri og ískaldur Krombacher að leik loknum.
Loch Lomond – Spirit of the Open
Karl K Karlsson er söluaðili Loch Lomond viskí sem er opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi til næstu fimm ára. Þessi margverðlaunaða og sjálfstæða viskígerð bíður því nú upp á fjölbreytta línu af óblönduðu maltviskí sem ganga undir heitinu „Spirit of the Open“.
Sérlegur sendiherra Loch Lomond vískí er golfgoðsögnin Colin Montgomerie. Montgomerie vann 52 mót á atvinnumannaferlinum og í yfir sjö ár samfleitt (1993 – 2000) var hann fremsti golfari Evrópu.
Skráning hefst 1. júlí kl. 8:00 og lýkur 13. júlí kl. 18:00
Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf.
Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu.
Hámarks leikforgjöf karla er 24 og hámarks leikforgjöf kvenna er 28.
Ath. að við skráningu í mótið skal þess gætt að ekki er hægt að nota golf.is til þess að halda utan um skráningu á liðunum. Því eru lið beðin um að skrá sig „lóðrétt“ saman svo að liðaskipanin haldist út mótið. Þannig eru fjórir saman í holli, fyrstu tvö nöfnin gera þá eitt lið og síðustu tvö eru þá sér lið. Ef einhver vandamál verða ekki hika við að hringja í afgreiðslu Urriðavallar eða senda tölvupóst á [email protected]
Til að vinna til verðlauna í punktakeppninni þurfa þátttakendur að vera með skráða forgjöf.
Bannað er að lið fari út án meðspilara. Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að færa lið til í rástímum til þess koma í veg fyrir að lið fari út án meðspilara.
Keppendur verða að hafa náð 20 ára aldri til að fá þátttökurétt í mótinu!
VINNINGASKRÁ
1.sæti
VIP ferð á THE OPEN í boði LOCH LOMOND
Innifalið: Flug á Saga Premium með Icelandair til og frá Glasgow, gisting í 2 nætur á 4* hóteli með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli, aðgangur að Hospitality svæði á Carnoustie laugardag og sunnudag.**
2 x Loch Lomond Inchmurrin Single Malt 18.ára
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x gjafaaskja af Torres Gran Coronas rauðvíni ásamt karöflu.
2 x gjafakarfa í boði Ritter sport súkkulaði.
2 x gjafabref út að borða.
2. sæti
2 x Loch Lomond Inchmurrin Single Malt 12.ára
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x af Bolla Amarone Valpolicella rauðvíni.
2 x af Magnum Valdo Prosecco freyðivíni.
2 x gjafakarfa í boði Lindor.
3. sæti
2 x Glen Scotia Cambeltown Double Cask Single Malt
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x af Magnum Valdo Prosecco freyðivíni.
2 x gjafakarfa í boði Cirio.
Að auki verða glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins, lengsta teighögg karla og kvenna, næst miðlínu auk ýmissa aukaverðlauna.
Loch Lomond – Spirit of the Open
Karl K Karlsson er söluaðili Loch Lomond viskí sem er opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi til næstu fimm ára. Þessi margverðlaunaða og sjálfstæða viskígerð bíður því nú upp á fjölbreytta línu af óblönduðu maltviskí sem ganga undir heitinu „Spirit of the Open“.
Opna breska meistaramótið, sem einnig er þekkt sem Hið eina (e. The One) er alþjóðlegasta stórmótið í golfi í heiminum í dag og fara undankeppnir fyrir mótið fram í 5 heimsálfum. Lokamótinu er sjónvarpað inn á yfir 600 milljón heimili og fer útsending fram í yfir 200 löndum. Mótið fer nú fram í 147. skiptið og fer fram dagana 15 – 22. júlí 2018 á Carnoustie vellinum í Skotlandi.
Viskí og golf eru tvær af þekktustu afurðum Skotlands og er sterk tenging á milli þessara tveggja, og sýna kannanir að margir golfáhugamenn eru einnig hrifnir af viskí. Sem hluti af þessu samstarfi býður Loch Lomond upp á fjölbreytta línu af hágæða golftengdum varningi, sem og viðhafnarútgáfu af óblönduðu maltvíski í takmörkuðu upplagi. Það ætti því að vera að nægu að taka fyrir bæði golfáhugamenn og viskíunnendur.
Sérlegur sendiherra Loch Lomond vískí er golfgoðsögnin Colin Montgomerie. Montgomerie vann 52 mót á atvinnumannaferlinum og í yfir sjö ár samfleitt (1993 – 2000) var hann fremsti golfari Evrópu.
Í dag starfar Montgomerie með Loch Lomond við að kynna vörulínu fyrirtækisins á heimsvísu, þar með talið tvær viskítegundir sem gefnar eru út í takmörkuðu upplagi; önnur var sköpuð til heiðurs 147. Opna sem fram fer á Carnoustie og hin er Single Cask sem ber nafn Montgomerie.
Um samstarfið sagði Montgomerie:
„Ég hef verið unnandi skoskra einmöltunga í langan tíma og því er ég himinlifandi með að vinna með Loch Lomond sem hafa sýnt mikla ástríðu og áhuga fyrir að framleiða hágæða viskí. Sem stoltur Skoti veit ég að Skotland er heimsþekkt fyrir bæði viskíið okkar og framúrskarandi golfvelli. Ég hef mikla ástríðu fyrir að segja sögu beggja og ég var virkilega hrifinn af gæðum, frumleika og fjölbreytileika bragðsins af óblandaða maltviskíinu frá Loch Lomond.“
Allar upplýsingar varðandi mótið geta haft samband hér: [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa