Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna Issi – Fish & Chips í Reykjanesbæ | Með fullt hús stiga á facebook
Um miðjan júní s.l. opnaði Jóhann Issi Hallgrímsson matreiðslu- og framreiðslumeistari matarvagn í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Hjördísi Guðmundsdóttur. Rífandi gangur hefur verið frá opnun í Grindavík og hafa veitingahjónin opnað annan matarvagn undir sömu formerkjum á Fitjum í Reykjanesbæ.
Sjá einnig: Issi opnar tvo matarbíla á Reykjanesinu
Í boði er Fiskur og franskar (Fish & chips) með sælkerasósu Issa sem hefur fengið mjög góða dóma og er leyniuppskrift fjölskyldunnar.
Með fullt hús stiga á facebook
Á facebook síðu Issa – Fish & Chips geta gestir bæði skrifað hvað þeim finnst um matinn og gefið allt að fimm stjörnur í einkunn. Nú þegar hafa 45 manns skrifað og gefið stjörnur og allir hafa gefið sín bestu meðmæli og einkunn sem völ er á, fimm stjörnur og er Issi – Fish & Chips með fullt hús stiga, vel gert.
Hér að neðan eru nokkur ummæli frá gestum:
„Ég borða vanalega ekki fisk en ákvað að smakka, vááá þetta er sjúklega gott“
„Hrikalega ljúffengt, bestu fish & chips sem ég hef smakkað!“
„Frábær fiskur og dúndurverð“
Með fylgja myndir frá opnunardegi á Fitjum, en fleiri myndir er hægt að sjá hér að neðan.
Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir á opnunardegi Issi Fish & chips á Fitjum, góð stemning var og var maturinn frábær, til hamingju elsku vinir og þetta verður eitthvað 🙂
Posted by Bjarni / Basi Ljósmyndir on Wednesday, 12 July 2017
Myndir: Bjarni Sigurðsson / Basi Ljósmyndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









