Uncategorized
Óopnanlegum konunglegum vínflöskum skilað

Danska verslanakeðjan Irma hefur skilað af sendingu af rauðvíni frá víngarði Hinriks danaprins, vegna þess að ómögulegt var að fá tappann úr flöskunni. Þetta er gert kjölfar kvartana frá fjölda viðskiptavina keðjunnar, sem gáfust upp á því að ná í hina konunglegu dropa.
,,Við fengum fjölda kvartana yfir því að tappinn væri svo fastur í flöskunni að hann brotnaði þegar fólk reyndi að draga hann út. Viðskiptavinirnir enduðu annað hvort með korkrestar í víninu sínu, eða gátu alls ekki náð tappanum úr. Við ákvaðum við að við myndum ekki bjóða viðskiptavinunum upp á að þurfa að hringla með þetta og innkölluðum sendinguna.“ sagði talsmaður Irma við B.T. blaðið.
Prins Hinrik hefur nú fengið flöskurnar allar sendar aftur á vínekruna sína, þar sem handsterkt fólk mun væntanlega dunda sér við að reyna að opna þær. ,,Það er ekkert að víninu. Þessvegna er sendingin á leið aftur til Cayx, þar sem nýjir tappar verða settir í flöskurnar.“ sagði starfsmaður vínekrunnar við fréttavef Visir.is.
-
Bocuse d´Or13 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar1 dagur síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





