KM
One World Culinary keppnin
Úrslitin í One World Culinary keppnin voru kunngjörð fyrir stuttu og bar okkar maður Þráinn Freyr Vigfússon sigur úr býtum. Og það með yfirburðum.
Úkraníu menn urði í öðru sæti og Möltubúar í það þriðja.
Greint frá á Mbl.is
Uppfært: 10. apríl 2008
Hlaut gullið fyrir fisk og gæs
Íslenski matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon sigraði í alþjóðlegri keppni á vegum heimssamtaka matreiðslumanna sem fram fór í rússneska lýðveldinu Tatarstan í gær. Hlaut hann gullverðlaun fyrir fisk- og alifuglarétti sína og skoraði 211 stig, en sá sem næstur kom fékk 196 stig. Tveir matreiðslumenn frá sérhverri heimsálfu kepptu á mótinu og var Þráinn annar tveggja Evrópufulltrúanna.
Keppnin er haldin í Tatarstan þriðja árið í röð og segir Þráinn að heimamenn hafi lagt sig mjög fram um að hafa alla umgjörð sem besta.
Við fengum fjórar klukkustundir til að undirbúa okkur og síðan 50 mínútur til að framreiða réttina, segir Þráinn. Ég var með steiktan fisk, pike pesch, úr Volgu með grænmeti og sítrussósu og -safa. Í aðalrétt var ég með gæsabringu með graskersmauki og -teningum og eplasoðssósu ásamt kartöfluköku. Það var öðruvísi að vinna með þetta hráefni en maður er vanur. Í eftirrétt var kotasæla og þurfti hún að vera 20% af réttinum.
Það var svolítið menningarsjokk að koma hingað, því það var ekki allt tiltækt fyrir matseldina og þurfti því að bjarga ýmsu og laga sig að aðstæðum.
Keppnin fór fram á stórri matvælasýningu í Rússlandi og mætti Þráinn til leiks með fjögurra vikna fyrirvara, sem telst í skemmra lagi.
Þráinn segir að meðal hinna keppendanna hafi verið öndvegisfagfólk og sankaði hann að sér áhugaverðum hugmyndum að góðum réttum.
Á morgun, föstudag, stendur til að blása til galakvöldverðar sem stjórnmála- og embættismönnum verður boðið til.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar