Vertu memm

Keppni

Ólympíuleikar matreiðslunema – Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands

Birting:

þann

Ólympíuleikar matreiðslunema - Young Chef Olympiad

Ólympíuleikar matreiðslunema verða haldnir rafrænt í ár líkt og í fyrra, en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.

Hótel-, og matvælaskólanum hefur tekið þátt í mótinu undanfarin ár og er einn matreiðslunemi sem keppir fyrir hvert land.

Í fyrra eins og áður segir fór keppnin fram rafrænt en þar keppti Róbert Demirev og honum til aðstoðar var Dagur Hrafn Rúnarsson og lenti Ísland í 13. sæti.

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

 

Keppnin byrjar á morgun mánudaginn 31. janúar þar sem helmingur keppenda keppa um sæti í úrslitum en síðari helmingurinn keppir á þriðjudaginn n.k., en Ísland keppir á mánudeginum.  50 lönd taka þátt í keppninni.

Það eru tuttugu keppendur sem komast í úrslit og úrslitakeppnin virkar þannig að tíu keppendur keppa um “Grand trophy“ sem er 1.-10. sætið og “Plate trophy” sem er 11.-20. sætið.  Þannig það er aðeins einn séns til þess að komast í keppnina um fyrsta sætið.

Verðlaunin eru vegleg og fær sigurvegarinn 5.000 dollara.

Nemendurnir sem taka þátt í ár eru: #1 Halldór Hafliðason, #2 Kristvin Þór Gautason og #3 Dagur Gnýsson. Það er samt einn sem tekur þátt sem keppandi og er #2 aðstoðamaður. Ef það kemur upp sú staða að #1 geti ekki keppt vegna veikinda (Covid) þá tekur #2 við keflinu og #3 aðstoðar og svo framvegis.

Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.

Hótel- og matvælaskólinn - Ægir Friðriksson

Ægir Friðriksson
Myndina tók Ólafur Sveinn Guðmundsson

„Þetta er skemmtilegt tækifæri til að brjóta upp skammdegið hjá okkur og gaf þessi keppni þeim nemendum sem tók þátt í fyrra mikla upplyftingu bæði andlega og faglega.“

Sagði Ægir í samtali við veitingageirinn.is

Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir frá keppninni.

Mynd af Hótel-, og matvælaskólanum: Smári / Veitingageirinn.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið