Smári Valtýr Sæbjörnsson
Öllum kröfum Marella hafnað
Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu, að því er fram kemur á visir.is.
Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur.
Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur.
Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór.
Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður.
Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki.
Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist
, segir Sveinn.
Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.
Greint frá á visir.is.
Mynd: úr safni

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni6 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt3 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara
-
Frétt2 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps