Freisting
Ölgerðin kaupir Sól
Eigendur Sólar ehf. hafa selt fyrirtækið til Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Kaupsamningur er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Arev var ráðgjafi seljenda við söluna.
Fram kemur í tilkynningu, að eigendur Sólar muni framvegis einbeita sér að rekstri Emmessíss hf. sem þeir keyptu sl. sumar. Allir starfsmenn Sólar munu starfa áfram hjá fyrirtækinu og framleiðslan verður fyrst um sinn á sama stað og verið hefur, að Lynghálsi 7 í Reykjavík.
Sól ehf. hóf starfsemi fyrir rúmum þremur árum og framleiðir ferska ávaxtasafa. Sól ehf. var í eigu Arev N1 einkafjármagnssjóðs og stofnenda félagsins, Snorra Sigurðssonar, Hrafns Haukssonar og Leifs Grímssonar.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir