Freisting
Októberfest hafin í Þýskalandi
Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun.
Það var Christian Ude, borgarstjóri München-borgar, sem setti hátíðina á hádegi í dag með því að opna 200 lítra bjórtunnu og dreypa á miðinum úr henni en búast má við að margar slíkar tunnur verði kláraðar áður en hátíðinni lýkur eftir 17 daga. Þetta er í 172. skiptið sem Októberfest er haldin hátíðleg í München og er búist við að allt að sex milljónir manna, bæði innan Þýskalands og utan, muni sækja hátíðina. Októberfest má rekja aftur til ársins 1810 þegar íbúar München fögnuðu því að Lúðvík, þáverandi krónprins af Bæjaralandi, gekk í það heilaga. Síðan þá hefur hátíðin vaxið bæði að umfangi og lengd.
Morgunblaðið greindi frá
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum