Freisting
Októberfest hafin í Þýskalandi
Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun.
Það var Christian Ude, borgarstjóri München-borgar, sem setti hátíðina á hádegi í dag með því að opna 200 lítra bjórtunnu og dreypa á miðinum úr henni en búast má við að margar slíkar tunnur verði kláraðar áður en hátíðinni lýkur eftir 17 daga. Þetta er í 172. skiptið sem Októberfest er haldin hátíðleg í München og er búist við að allt að sex milljónir manna, bæði innan Þýskalands og utan, muni sækja hátíðina. Októberfest má rekja aftur til ársins 1810 þegar íbúar München fögnuðu því að Lúðvík, þáverandi krónprins af Bæjaralandi, gekk í það heilaga. Síðan þá hefur hátíðin vaxið bæði að umfangi og lengd.
Morgunblaðið greindi frá

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu