Freisting
Októberfest hafin í Þýskalandi
Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun.
Það var Christian Ude, borgarstjóri München-borgar, sem setti hátíðina á hádegi í dag með því að opna 200 lítra bjórtunnu og dreypa á miðinum úr henni en búast má við að margar slíkar tunnur verði kláraðar áður en hátíðinni lýkur eftir 17 daga. Þetta er í 172. skiptið sem Októberfest er haldin hátíðleg í München og er búist við að allt að sex milljónir manna, bæði innan Þýskalands og utan, muni sækja hátíðina. Októberfest má rekja aftur til ársins 1810 þegar íbúar München fögnuðu því að Lúðvík, þáverandi krónprins af Bæjaralandi, gekk í það heilaga. Síðan þá hefur hátíðin vaxið bæði að umfangi og lengd.
Morgunblaðið greindi frá
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn





