Freisting
Ofneysla á salti hættuleg
Salt er jafnvel enn hættulegra heilsunni en áður hefur verið talið. Í Svenska Dagbladet kemur fram að sænska matvælastofnunin, Livsmedelsverket, hefur nú skorað á matvælaframleiðendur að minnka saltmagn í matvælum og áformar herferð í því skyni.
Á umbúðum er yfirleitt hægt að lesa hve mikið salt matur inniheldur. 1,25 g af salti í 100 g af mat telst mikið salt en 0,25 g/100 g telst lítið. Stundum er aðeins natríummagn gefið upp og þá er góð þumalputtaregla að margfalda það magn með 2,5 til að fá út saltinnihald. Hæsti ráðlagði dagskammtur af salti eru 6 g fyrir karla en 5 g fyrir konur. Í SvD er lesendum ráðlagt að minnka saltneyslu t.d. með því að spara saltið við matreiðslu, benda starfsfólki mötuneyta á ef maturinn er of saltur, forðast að borða mikið brauð t.d. á veitingastöðum þar sem brauðið er oft mjög salt, forðast skyndibita.
Heilablóðfall eða hár blóðþrýstingur
Ofneyslu á salti getur fylgt hár blóðþrýstingur og hætta á heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Hár blóðþrýstingur kemur yfirleitt fyrst fram eftir fimmtugt og langvarandi ofneysla salts er ein af orsökunum. Því er mikilvægt að leggja grunn að heilbrigðum neysluvenjum snemma.
Fyrir nokkrum árum tengdu bandarískir vísindamenn aukna neyslu á skyndibita og aukna saltneyslu. Sænskir vísindamenn hafa nú fylgt þessari rannsókn eftir og benda á að Svíar neyta að meðaltali 12-13 g af salti á dag sem er aukning um 4 g á tveimur árum.
Nú þegar hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Finnlandi varað við ofneyslu salts og bent á að það sé einn af stóru áhættuþáttunum hvað varðar heilsuna. Sérstaka áherslu leggur sænska matvælastofnunin á skyndibita sem er mjög saltur og hann er á borðum æ fleiri. Einn skammtur getur innihaldið allan ráðlagða dagskammtinn.
Einnig er bent á að barnamatur í krukkum getur verið mjög saltur, mismunandi eftir tegundum þó, og í hlutfalli við líkamsþyngd geta börn því fengið í sig meira salt en fullorðnir, sem aftur getur valdið háum blóðþrýstingi snemma á ævinni. Sænska matvælastofnunin hyggst fá veitingastaðaeigendur og kokka til liðs við sig og boðar til viðræðna við veitingaiðnaðinn í því skyni.
Einnig eru sjónvarpskokkar beðnir að hugsa sig um áður en þeir mæla með miklu salti í matargerð.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi