Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt veitingahús við Grandagarð 9

Birting:

þann

Krydd

Sjanghæ er nýtt austurlenskt veitingahús við Grandagarð 9 sem opnar í dag fimmtudaginn 15. janúar.  Boðið er upp á hlaðborð með miklu úrvali á 1.790 kr. bæði í hádeginu og á kvöldin. Af matseðli er jafnframt hægt að velja milli fjölda girnilegra rétta.

Matargerðin er í senn klassísk og fjölbreytt og byggir á hefðum hinna ýmsu Asíulanda.  Á boðstólum eru alþekktir og vinsælir réttir eins og  djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og fjölbreyttir núðluréttir auk kjúklings, svínakjöts, nauts og lambs í alls konar útgáfum.  Auk þess er lögð áhersla á ferskt sjávarfang, ekki síst í réttum dagsins, enda er höfnin handan götunnar og fiskmarkaðurinn spölkorn frá.  Ha Hoang Lam frá Víetnam stendur vaktina í eldhúsinu ásamt Analisa Montecello frá Filippseyjum.

Opið er alla daga á Sjanghæ, mánudaga til laugardaga kl. 11.30-21 og sunnudaga kl. 16-21. Hægt er að taka með sér allan mat og sérstaklega hagstætt er takeaway-tilboð á 1.790 kr. á mann.  Pöntunarsíminn er 517-3131.  Sjanghæ býður auk þess  upp á veisluþjónustu þar sem Mínir menn, veisluþjónusta Magnúsar Inga Magnússonar veitingamanns, sem rekur einnig Sjanghæ, Sjávarbarinn og Texasborgara sjá um veisluna þína.

Nánari upplýsingar um Sjanghæ er að finna á vef staðarins, sjanghae.is, og á Facebook.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið