Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús við Grandagarð 9
Sjanghæ er nýtt austurlenskt veitingahús við Grandagarð 9 sem opnar í dag fimmtudaginn 15. janúar. Boðið er upp á hlaðborð með miklu úrvali á 1.790 kr. bæði í hádeginu og á kvöldin. Af matseðli er jafnframt hægt að velja milli fjölda girnilegra rétta.
Matargerðin er í senn klassísk og fjölbreytt og byggir á hefðum hinna ýmsu Asíulanda. Á boðstólum eru alþekktir og vinsælir réttir eins og djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og fjölbreyttir núðluréttir auk kjúklings, svínakjöts, nauts og lambs í alls konar útgáfum. Auk þess er lögð áhersla á ferskt sjávarfang, ekki síst í réttum dagsins, enda er höfnin handan götunnar og fiskmarkaðurinn spölkorn frá. Ha Hoang Lam frá Víetnam stendur vaktina í eldhúsinu ásamt Analisa Montecello frá Filippseyjum.
Opið er alla daga á Sjanghæ, mánudaga til laugardaga kl. 11.30-21 og sunnudaga kl. 16-21. Hægt er að taka með sér allan mat og sérstaklega hagstætt er takeaway-tilboð á 1.790 kr. á mann. Pöntunarsíminn er 517-3131. Sjanghæ býður auk þess upp á veisluþjónustu þar sem Mínir menn, veisluþjónusta Magnúsar Inga Magnússonar veitingamanns, sem rekur einnig Sjanghæ, Sjávarbarinn og Texasborgara sjá um veisluna þína.
Nánari upplýsingar um Sjanghæ er að finna á vef staðarins, sjanghae.is, og á Facebook.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu