Markaðurinn
Nýtt líf með sírópum frá 1883 Maison Routin
Gefðu drykkjunum nýtt líf með sírópunum frá 1883 Maison Routin
Sírópin frá 1883 Maison Routin eru framleidd eftir hæstu gæðastöðlum og sameina frönsk handverksgæði og skapandi hugsun. Sírópin eru sérstaklega hönnuð fyrir fagfólk, þar sem áferð, jafnvægi og bragðstyrkur skipta öllu máli. Sírópslínan frá Routin spannar allt frá klassískum sírópum, sykurlausum og lífrænum sírópum til óvæntra bragða.
Síróp fyrir barþjóna
Routin sírópin eru þekkt fyrir bragðeiginleika og stöðuga áferð sem gerir barþjónum auðvelt að skapa flókna drykki. Allt frá klassískri vanillu, mangó og ferskju yfir í nútímalegri og frumlegri bragðtegundir eins og Ume Plum, Cherry Blossom, Triple Sec eða Pistasíu — sem gefur ótakmarkaða möguleika til þróunar á „signature“ kokteilum.
Klassísk ávaxtasíróp í kokteila
Mangósírópið ilmar ríkulega af fersku og þroskuðu mangói og bragðið ber keim af appelsínu, ananas og ferskju. Þá ilmar ástaraldinsírópið af framandi ávöxtum og er örlítið súrt á bragðið.
Líkjörasíróp í kokteila
Amarettosírópið frá Routin er án alkóhóls en ríkt á bragðið og afar ilmandi, innblásið af Amaretto líkjörnum. Triple Sec sírópið fangar styrkleika hins fræga appelsínulíkjörs en án alkóhóls.
Síróp fyrir kaffibarþjóna
Sírópin frá Routin hafa lengi verið uppáhald margra kaffibarþjóna, enda hönnuð til að lyfta kaffidrykkjum á næsta stig. Með hreinum bragðeiginleikum og náttúrulegum hráefnum tryggja sírópin stöðugleika og jafnvægi. Hvort sem fyrir klassískt vanillu-latte, karamellu-macchiato eða hnetutóna cappuccino, blandast sírópin fullkomlega án þess að draga úr bragði.
Klassísk síróp í kaffidrykki
Súkkulaðisírópið frá Routin hefur sterkan súkkulaðikeim og bragðið frá úrvals kakódufti. Þú færð einnig hjá okkur karamellusíróp, saltkaramellusíróp og heslihnetusíróp ásamt fleiri klassískum sírópum.
Nýstárleg síróp í kaffidrykki
Ristaða sykurpúðasírópið fangar ilminn af nýristuðum sykurpúðum og hefur ríkulegt vanillusykurpúðabragð með ristuðum tónum. Tilvalið síróp í kaffidrykki allt árið um kring og sérstaklega á veturna.
Skoðaðu allt úrvalið
Innnes býður úrval af sírópum frá Routin og bætir sífellt í úrvalið. Allt frá sígildum tegundum yfir í spennandi nýjungar sem gera þér kleift að þróa þína eigin „signature“ drykki sem skera sig úr á seðli. Einnig henta ávaxtasírópin vel til vatnsblöndunar sem svalandi drykkir með ávaxtabragði. Kynntu þér öll sírópin frá Routin sem eru í vöruvali okkar!
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra












