Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt hótel við Norðurljósaveg 2 í Garði
Fyrirtækið GSE sækir um byggingarleyfi fyrir hótel við Norðurljósaveg 2 í Garði. Með umsókninni fylgir einnig bréf umsækjenda með ósk um ívilnanir o.fl. í fjórum liðum.
Skipulags- og byggingarnefnd í Garðinum samþykkir fyrirhuguð byggingaráform með fjórum atkvæðum. Bjarki Ásgeirsson bæjarfulltrúi sveitarfélagsins situr hjá þar sem hann telur að byggingin nái ekki markmiðum skipulagsins um að falla vel að umhverfi sínu og endurspegla aðliggjandi búsetulandslag og náttúrufar. Byggingarfulltrúa er falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.
Varðandi meðfylgjandi bréf umsækjanda leggur nefndin til að lið 1, 2 og 4 verði vísað til afgreiðslu bæjarráðs en byggingarfulltrúa verði falið að ganga frá útfærslu á lið 3 í samráði við umsækjanda við útgáfu byggingarleyfis.
Í lið 1 er óskað eftir að gatnagerðargjald verði greitt þegar húsið verður fokhelt. Þessi liður var samþykkt samhljóða á bæjarráðsfundi í Garði að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningi við lóðarhafa um að gatnagerðargjald verði greitt að fullu við útgáfu fokheldisvottorðs, enda eru því fordæmi hjá sveitarfélaginu. Lóðarhafi leggi fram fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslum.
Norðurljósavegur 2 í Garði
Liður 2 er ósk um afslátt af gatnagerðargjöldum á forsendu atvinnuskapandi starfsemi. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu. Bæjarráð telur að ekki séu forsendur fyrir afslætti af gatnagerðargjöldum sem samræmast heimildum í lögum og reglugerð sveitarfélagsins um gatnagerðargjöld. Um væri að ræða sértæka ívilnun sem hefur fordæmisgildi hvað varðar aðra atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu Lóðinni var úthlutað í desember 2015 og þá lá ekki fyrir ósk frá lóðarhafa um afslátt af gjöldum. Samþykkt þessa afsláttar gæti haft í för með sér afturvirka afslætti sem hefði fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð bendir á að ekki séu sambærileg fordæmi fyrir afsláttum slíkra gjalda í sveitarfélaginu og bæjarstjórn hefur ekki fjallað um eða samþykkt að veita almenna afslætti af íbúðar-eða atvinnulóðum í sveitarfélaginu. Því er ekki hægt að veita sértæka afslætti sem hefur fordæmisgildi, án þess að umræða um almenna afslætti hafi farið fram í bæjarstjórn.
Að lokum í lið 4 er óskað eftir gjaldfrjálsa lóðarleigu í þrjú ár frá því fyrirtækið hefur starfsemi.
Samþykkt samhljóða að hafna erindinu, á sömu forsendum og vegna liðar 2 í erindinu.
Fundargerð bæjarráðs í Sveitafélaginu í Garði er hægt að nálgast með því að smella hér.
Mynd: Smári
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti