Markaðurinn
Nýtt frá Oscar
OSCAR® Premium mauk með fiskikrafti
Kraftmikill fiskikraftur með bragðgrunni frá hvítum fiski og léttum keim af hörpudiski, en einnig grænmeti, hvítvíni og sítrónu.
Mauk með fiskikrafti er frábær grunnur fyrir fiskisúpur og sósur og gefur skemmtilegt bragð við léttsuðu á fiski.
OSCAR® Premium mauk með kjúklingakrafti
Samsetning kröftugs grunns og fíngerðs bragðs af steiktu kjöti og skinni gefur þessum kjúklingakrafti karakter og styrk.
Notaðu mauk með kjúklingakrafti í rétti með steiktu fuglakjöti (kjúklingi, perluhænu, kalkún o.s.frv.), auk þess sem gott er að nota það t.d. með fiski og skelfiski (sandhverfu, hörpudiski).
Einnig má nota það sem bragðbæti fyrir þykkar sósur og til að gljá grænmeti og gefa því glans og bragð, auk þess sem hægt er að nota það í heitar salatsósur. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
OSCAR® Premium mauk með dökkum kálfakjötskrafti
Með mauki með dökkum kálfakjötskrafti færðu kröftugt bragð af steiktu kálfakjöti úr kálfakjötsgljáa, kálfakrafti og þykkni úr nautasoði. Bragð af kryddjurtum undirstrikar kraftmikið kjötbragðið.
Má nota sem grunn að brúnum sósum, í pottrétti, fyrir soðsteikingu og t.d. til að gljá grænmeti. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
Oscar súpur Leit – Innnes heildverslun
Tvær nýjar súpur hafa bæst við vöruval okkar í súpum frá OSCAR.
Það er karrí- og tómatsúpa. Súpurnar frá OSCAR er frábær grunnur sem auðvelt er að djassa til og gera að frábærri súpu. Nú til í 6 bragðtegundum.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri