Markaðurinn
Nýtt frá Oscar
OSCAR® Premium mauk með fiskikrafti
Kraftmikill fiskikraftur með bragðgrunni frá hvítum fiski og léttum keim af hörpudiski, en einnig grænmeti, hvítvíni og sítrónu.
Mauk með fiskikrafti er frábær grunnur fyrir fiskisúpur og sósur og gefur skemmtilegt bragð við léttsuðu á fiski.
OSCAR® Premium mauk með kjúklingakrafti
Samsetning kröftugs grunns og fíngerðs bragðs af steiktu kjöti og skinni gefur þessum kjúklingakrafti karakter og styrk.
Notaðu mauk með kjúklingakrafti í rétti með steiktu fuglakjöti (kjúklingi, perluhænu, kalkún o.s.frv.), auk þess sem gott er að nota það t.d. með fiski og skelfiski (sandhverfu, hörpudiski).
Einnig má nota það sem bragðbæti fyrir þykkar sósur og til að gljá grænmeti og gefa því glans og bragð, auk þess sem hægt er að nota það í heitar salatsósur. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
OSCAR® Premium mauk með dökkum kálfakjötskrafti
Með mauki með dökkum kálfakjötskrafti færðu kröftugt bragð af steiktu kálfakjöti úr kálfakjötsgljáa, kálfakrafti og þykkni úr nautasoði. Bragð af kryddjurtum undirstrikar kraftmikið kjötbragðið.
Má nota sem grunn að brúnum sósum, í pottrétti, fyrir soðsteikingu og t.d. til að gljá grænmeti. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
Oscar súpur Leit – Innnes heildverslun
Tvær nýjar súpur hafa bæst við vöruval okkar í súpum frá OSCAR.
Það er karrí- og tómatsúpa. Súpurnar frá OSCAR er frábær grunnur sem auðvelt er að djassa til og gera að frábærri súpu. Nú til í 6 bragðtegundum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt13 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








