Vertu memm

Markaðurinn

Nýtt frá Figgjo

Birting:

þann

Enn á ný kynnir norski postulínsframleiðandinn Figgjo, byltingarkenndar nýjungar fyrir atvinnueldhúsið.  Að þessu sinni er það diskalínan Figgjo O og þriggja diska viðbót í Figgjo Gastronorm línuna.

Figgjo O línan samanstendur af tveimur diskum, sá minni 27cm og stærrri 32cm.  Diskarnir eru hringlaga með breiðr brún og sérstakri skoru milli matarflatarins og brúnarinnar.  Diskarnir eru mjög þunnir sem gefur þeim einstaklega glæsilegt yfirbragð.  Lögun diskanna krefst hugmyndaauðgi kokksins og skapar nýja og spennandi möguleika á framsetningu matarins.

   

Stílhreint útlit diskana gefur endalausa möguleika á að blanda þeim saman við aðrar Figgjo vörur.  Slétt og fágað útlitið fellur vel við aðrar Figgjo línur þar sem fjölbreytileiki er hafður að leiðarljósi.

GN diskarnir eru viðbót í Figgjo Gastronorm línuna.  Diskarnir eru glæsilegir með skörpum rúnnuðum hornum.  Þeir eru mjög hentugir og uppfylla kröfur markaðarins um stærri matarfleti.  Þeir henta vel þegar bera á fram einn rétt og einnig sem bakki fyrir hlaðborð og veisluþjónustur.  Tilvalið er að blanda þeim við aðrar Figgjo vörur eins og minnstu Gastronorm diskana.  Með þeim er hægt að bera matinn fram á fallegan og óvenjulegan hátt og um leið mæta kröfum kokksins um “postulín á postulíni” framsetningu.

   

Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili Figgjo á Íslandi.  Allar nánari upplýsingar veitir Helgi í síma  5600924

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið