Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í JL húsinu – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður sem ber heitið Bazaar og er staðsettur á jarðhæð JL hússins við Hringbraut 121 þar sem Nótatún var áður til húsa.
Mat-, og vínseðlar
Á Bazaar er mikið úrval rétta og drykkjum í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Staðurinn tekur um 250 gesti og skiptist hann í bistró, kaffihús, veitingastaðinn Bazaar og barinn Barzaar.
Bazaar
Matargerðin á Bazaar veitingahúsinu er miðjarðarhafs matseld með áherslu á fersk hráefni og gæði gott úrval ítalskra vína. Sjá matseðilinn hér.
Bistro
Bazaar Bistro býður upp á létta rétti, hamborgara, pizzur, pasta, salöt og létta rétti. Yfir daginn eru 23 réttir í boði og um kvöldið minnkar matseðillinn og eru 14 réttir í boði og má vænta að lögð er meiri áhersla á matseðil Bazaar veitingastaðarins.
Kaffihúsið
Bazaar Café býður upp á fjölmargar kaffitegundir, samlokur og nýbökuð sætindi, en mat-, og vínseðil er hægt að skoða á eftirfarandi vefslóðum:
Barinn
Barinn Barzaar býður upp á allt þetta klassíska hanastél, vín, bjór og svo punktinn yfir i-ið KARAOKE.
Drykkjarseðilinn á Barzaar er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: bazaaroddsson.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu