Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.
Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.
Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.
Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.
Myndir: facebook / Yellow
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro