Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir

Birting:

þann

Yellow

Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.

Yellow

Tómat mozzarella samloka með rucolapestó og hvítlaukssósu

Yellow

Túnfisk pasta með sólþurrkuðum tómötum, kapers, hvítlauk, eggjum, kotasælu, svörtum sesamfræum, ferskur chili, kóríander og hvítlaukspírum

Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.

Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.

Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.

Yellow

Mikið úrval til að taka með sér

Yellow

Rauðrófusalat með fetaosti, ristuðum jarðhnetum, grænkáli, vorlauk, sìtrònudressing

Yellow

Grillaður kjúklingur, fetaostur, kóríander, rauðlaukur, tómatar, paprika, hvítlaukssósa og salat

Yellow

Boðið er upp á fjölmargar tegundir af ísum

Myndir: facebook / Yellow

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið