Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.

Túnfisk pasta með sólþurrkuðum tómötum, kapers, hvítlauk, eggjum, kotasælu, svörtum sesamfræum, ferskur chili, kóríander og hvítlaukspírum
Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.
Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.
Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.
Myndir: facebook / Yellow
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður

















