Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.
![Yellow](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/08/yellow-3.jpg)
Túnfisk pasta með sólþurrkuðum tómötum, kapers, hvítlauk, eggjum, kotasælu, svörtum sesamfræum, ferskur chili, kóríander og hvítlaukspírum
Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.
Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.
Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.
Myndir: facebook / Yellow
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan