Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.

Túnfisk pasta með sólþurrkuðum tómötum, kapers, hvítlauk, eggjum, kotasælu, svörtum sesamfræum, ferskur chili, kóríander og hvítlaukspírum
Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.
Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.
Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.
Myndir: facebook / Yellow
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park

















