Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Laugaveginum – Matwerk
Matwerk er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Laugaveg 96. Eigendur eru Guðjón Kristjánsson og Þórður Bachman.
Staðurinn tekur 85 manns í sæti og opnunartíminn er í skoðun og má reikna með frá klukkan 11:00 á morgnana til 23:00 eða miðnættis en það fer eftir stemningunni. Yfirkokkur á Matwerk er Stefán Hlynur Karlsson sem kemur frá Fiskfélaginu. Yfirþjónn er Guðmundur Halldór Atlasson en hann lærði fræðin sín hjá Íslandshótelum. Matwerk hannaði Haraldur Friðgeirs hjá Studioh.
„Nú styttist óðfluga að opnun, en unnið er að síðustu leyfum. Við reiknum með að geta opnað í kringum næstu helgi.“
, sagði Guðjón í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Matwerk opnar.
Á Matwerk verður „New Nordisk Fusion“ matreiðsla.
„Við ætlum að keyra alla rétti sem smærri rétti, engir forréttir og engir aðalréttir, allt mitt á milli. Við erum að servera allt á milli þessa að vera með heimalagaðan hamborgara, salöt, fisk, svartfugl og steikur. Einnig mun Matwerk keyra árstíðarbundið hráefni.“
, sagði Guðjón að lokum og óskum við eigendum og starfsfólki góðs gengis og til lukku með nýja veitingastaðinn Matwerk.
Hvetjum lesendur veitingageirans að læka facebook síðu Matwerks með því að smella hér.
Myndir: facebook.com / Matwerk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati