Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Laugaveginum – Matwerk
Matwerk er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Laugaveg 96. Eigendur eru Guðjón Kristjánsson og Þórður Bachman.
Staðurinn tekur 85 manns í sæti og opnunartíminn er í skoðun og má reikna með frá klukkan 11:00 á morgnana til 23:00 eða miðnættis en það fer eftir stemningunni. Yfirkokkur á Matwerk er Stefán Hlynur Karlsson sem kemur frá Fiskfélaginu. Yfirþjónn er Guðmundur Halldór Atlasson en hann lærði fræðin sín hjá Íslandshótelum. Matwerk hannaði Haraldur Friðgeirs hjá Studioh.
„Nú styttist óðfluga að opnun, en unnið er að síðustu leyfum. Við reiknum með að geta opnað í kringum næstu helgi.“
, sagði Guðjón í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Matwerk opnar.
Á Matwerk verður „New Nordisk Fusion“ matreiðsla.
„Við ætlum að keyra alla rétti sem smærri rétti, engir forréttir og engir aðalréttir, allt mitt á milli. Við erum að servera allt á milli þessa að vera með heimalagaðan hamborgara, salöt, fisk, svartfugl og steikur. Einnig mun Matwerk keyra árstíðarbundið hráefni.“
, sagði Guðjón að lokum og óskum við eigendum og starfsfólki góðs gengis og til lukku með nýja veitingastaðinn Matwerk.
Hvetjum lesendur veitingageirans að læka facebook síðu Matwerks með því að smella hér.
Myndir: facebook.com / Matwerk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður