Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Aggapalli í sumar
Bætast mun í veitingaflóruna á Akranesi í sumar en bæjarráð Akranesbæjar samþykkti á fundi sínum að leigja út húsið á Aggapalli til Rakelar Mirru Njálsdóttur.
Rakel ætlar að opna þar nýjan stað, Malíbó, og selja léttar veitingar.
„Malíbó er staður sem verður opnaður á Aggapalli í sumar þar sem boðið verður upp á Boozt, skálar og beyglur til sölu. Minn draumur er að geta boðið Akurnesingum og gestum Akraness upp á hollari kost í mat og drykk í fallegu umhverfi við sjóinn og sandinn.
Ég vona að með þessu muni færast enn meira líf og fjör á svæðið þar sem þegar er fjölbreytt afþreying í boði. Ég hlakka gríðarlega mikið til að takast á við þetta verkefni og vona innilega að þessu verði vel tekið af þeim sem eiga leið um strandlengjuna í sumar.
Einnig má alltaf gera sér ferð og koma og heimsækja okkur á Malíbó,“
segir Rakel Mirra Njálsdóttir, eigandi Malíbó.
„Við erum mjög ánægð með að þetta verkefni á Aggapalli í sumar er að raungerast og afskaplega stolt af því að geta með þessum samningi stutt við frumkvöðlastarfsemi i sveitarfélaginu.
Við vonum að veitingasölunni verði vel tekið af íbúum og öðrum sem njóta góðs af þessari viðbót við lífið við Langasand í sumar,“
segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri.
Mynd: akranes.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt