Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður opnaði í sumar

Birting:

þann

Í júní opnaði nýr veitingastaður sem heitir Spiran og er staðsettur í Garðheimum við Stekkjarbakka 4-6 í Reykjavík.  Eigendur af Spírunni eru þeir sömu og af Garðheimum, en Spíran er rekin sem sér deild innan Garðheima.
 
 
Hinrik Carl Ellertsson er yfirmatreiðslumaður Spírunnar, en við forvitnuðumst aðeins um daglegt starf hans á staðnum, hvað staðurinn tekur marga í sæti og hvaðan kemur nafnið Spíran ofl.
Hlutverk mitt er deildarstjóri/yfirkokkur, þ.e. að sjá um allt sem kemur nálægt rekstrinum á staðnum, starfsmannahald og innkaup osfr.  Spíran er með leyfi fyrir 110 manns.
 
Hvers vegna nafnið Spíran?
Hugsunin er sú að Garðheimar sé stofninn og veitingareksturinn er spíra út frá því.
 
Hvað ertu að bjóða upp á daglega?
Spíran er bistró staður á léttu línunum, sem höfðar til allra aldurshópa.  Boðið er upp á sérhannaðar Spírulokur en grunnurinn að þeim er sóttur í Weber uppskrift, þunnt bakað brauð með “alvöru” áleggi og fersku grænmeti.
 


Mynd frá framkvæmdum

Kökurnar eru heimabakaðar, hollustukökur sem og djúsí tertur – jafnvel með slettu af ís út á!  Ekta ítalskt kaffi frá Te & Kaffi og MS ís úr vél. 

Í hádeginu virka daga er boðið upp á heita rétti, súpu “í brauði”, nýstárleg salöt, jógúrtsósur ofl. Lögð er áhersla á að gera réttina frá grunni á staðnum, úr hráefni “beint frá býli” sem og salat sem ræktað er fyrir Spíruna á útisvæði Garðheima, sagði Hinrik að lokum.
 
Matseðill Spírunnar er uppfærður daglega á Facebook: www.facebook.com/spiranbistro

Við hjá Freisting.is óskum þeim til hamingju með staðinn og von um gott gengi .

/Smári

Myndir: Spíran

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið