Freisting
Nýr veitingastaður opnaði í sumar
Í júní opnaði nýr veitingastaður sem heitir Spiran og er staðsettur í Garðheimum við Stekkjarbakka 4-6 í Reykjavík. Eigendur af Spírunni eru þeir sömu og af Garðheimum, en Spíran er rekin sem sér deild innan Garðheima.
Hinrik Carl Ellertsson er yfirmatreiðslumaður Spírunnar, en við forvitnuðumst aðeins um daglegt starf hans á staðnum, hvað staðurinn tekur marga í sæti og hvaðan kemur nafnið Spíran ofl.
Hlutverk mitt er deildarstjóri/yfirkokkur, þ.e. að sjá um allt sem kemur nálægt rekstrinum á staðnum, starfsmannahald og innkaup osfr. Spíran er með leyfi fyrir 110 manns.
Hlutverk mitt er deildarstjóri/yfirkokkur, þ.e. að sjá um allt sem kemur nálægt rekstrinum á staðnum, starfsmannahald og innkaup osfr. Spíran er með leyfi fyrir 110 manns.
Hvers vegna nafnið Spíran?
Hugsunin er sú að Garðheimar sé stofninn og veitingareksturinn er spíra út frá því.
Hugsunin er sú að Garðheimar sé stofninn og veitingareksturinn er spíra út frá því.
Hvað ertu að bjóða upp á daglega?
Spíran er bistró staður á léttu línunum, sem höfðar til allra aldurshópa. Boðið er upp á sérhannaðar Spírulokur en grunnurinn að þeim er sóttur í Weber uppskrift, þunnt bakað brauð með alvöru áleggi og fersku grænmeti.
Spíran er bistró staður á léttu línunum, sem höfðar til allra aldurshópa. Boðið er upp á sérhannaðar Spírulokur en grunnurinn að þeim er sóttur í Weber uppskrift, þunnt bakað brauð með alvöru áleggi og fersku grænmeti.
Mynd frá framkvæmdum |
Kökurnar eru heimabakaðar, hollustukökur sem og djúsí tertur – jafnvel með slettu af ís út á! Ekta ítalskt kaffi frá Te & Kaffi og MS ís úr vél.
Í hádeginu virka daga er boðið upp á heita rétti, súpu í brauði, nýstárleg salöt, jógúrtsósur ofl. Lögð er áhersla á að gera réttina frá grunni á staðnum, úr hráefni beint frá býli sem og salat sem ræktað er fyrir Spíruna á útisvæði Garðheima, sagði Hinrik að lokum.
Matseðill Spírunnar er uppfærður daglega á Facebook: www.facebook.com/spiranbistro
Við hjá Freisting.is óskum þeim til hamingju með staðinn og von um gott gengi .
Myndir: Spíran
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast