Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður – Íslenska Flatbakan

Birting:

þann

Bæjarlind 2

Íslenska Flatbakan er staðsett við Bæjarlind 2 í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti

Íslenska FlatbakanGuðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands í handbolta mun opna pizzastað ásamt tveimur öðrum mönnum, frænda sínum Ísak Rúnólfssyni bakara og Valgeiri Gunnlaugssyni, pítsusérfræðingi og rekstrarstjóra.

Við erum bara að leggja lokahönd á staðinn, eins og sést þá er ég bara í vinnugallanum. Svo skiptir maður fljótlega yfir í bakaragallann

, segir Valgeir í samtali við visir.is.

Valgeir, eða Valli eins og flestir kalla hann, segir þá félaga langt frá því að vera að finna upp hjólið í pitsugerðinni.

Við ætlum einfaldlega að bæta það sem okkur fannst mega bæta í pitsugerð, vera með framúrskarandi þjónustu og meðal annars bjóða upp á hluti sem venjulega eru ekki áboðstólum á pitsustöðum. Svo erum við líka með einn stærsta eldofn sinnar tegundar á Íslandi í eldhúsinu

, segir Valli hress.

En hvernig datt þeim í hug að opna saman pitsustað?

Íslenska FlatbakanVið erum frændur, við Ísak, og hann er einn reynslumesti bakari landsins. Guðjón Valur er frændi unnustu minnar og einhvern tíma í spjalli við hann bar ég þessa hugmynd undir hann, sem honum leist vel á. Hann er meira að hugsa þetta til lengri tíma og fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp eitthvað heima á Íslandi. Allt sem Guðjón gerir, það gerir hann vel og við líka

Valgeir segir staðinn verða hlýlegan og svolítið „retro“ og sjá þeir um alla hönnun og smíði sjálfir.

En mega aðdáendur fyrirliða handboltalandsliðsins eiga von á að geta barið goðið augum þarna?

Ég veit nú ekki hvort hann kemur til með að hoppa í bakaragallann þegar heimsmeistaramótinu lýkur

, segir Valli og hlær.

Þeir félagar stefna að því að opna staðinn um næstu mánaðamót og geta pitsuhungraðir Íslendingar fylgst með á Facebook-síðu þeirra.

 

Myndir: Íslenska Flatbakan

Greint frá á visir.is

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Auglýsingapláss

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið