Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður – Íslenska Flatbakan
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands í handbolta mun opna pizzastað ásamt tveimur öðrum mönnum, frænda sínum Ísak Rúnólfssyni bakara og Valgeiri Gunnlaugssyni, pítsusérfræðingi og rekstrarstjóra.
Við erum bara að leggja lokahönd á staðinn, eins og sést þá er ég bara í vinnugallanum. Svo skiptir maður fljótlega yfir í bakaragallann
, segir Valgeir í samtali við visir.is.
Valgeir, eða Valli eins og flestir kalla hann, segir þá félaga langt frá því að vera að finna upp hjólið í pitsugerðinni.
Við ætlum einfaldlega að bæta það sem okkur fannst mega bæta í pitsugerð, vera með framúrskarandi þjónustu og meðal annars bjóða upp á hluti sem venjulega eru ekki áboðstólum á pitsustöðum. Svo erum við líka með einn stærsta eldofn sinnar tegundar á Íslandi í eldhúsinu
, segir Valli hress.
En hvernig datt þeim í hug að opna saman pitsustað?
Við erum frændur, við Ísak, og hann er einn reynslumesti bakari landsins. Guðjón Valur er frændi unnustu minnar og einhvern tíma í spjalli við hann bar ég þessa hugmynd undir hann, sem honum leist vel á. Hann er meira að hugsa þetta til lengri tíma og fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp eitthvað heima á Íslandi. Allt sem Guðjón gerir, það gerir hann vel og við líka
Valgeir segir staðinn verða hlýlegan og svolítið „retro“ og sjá þeir um alla hönnun og smíði sjálfir.
En mega aðdáendur fyrirliða handboltalandsliðsins eiga von á að geta barið goðið augum þarna?
Ég veit nú ekki hvort hann kemur til með að hoppa í bakaragallann þegar heimsmeistaramótinu lýkur
, segir Valli og hlær.
Þeir félagar stefna að því að opna staðinn um næstu mánaðamót og geta pitsuhungraðir Íslendingar fylgst með á Facebook-síðu þeirra.
Myndir: Íslenska Flatbakan
Greint frá á visir.is
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar







