Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður í Vogum

Birting:

þann

Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Vogum og ber hann heitið Víkingurinn. Staðurinn er í rúmgóðu 320 fermetra húsnæði að Iðndal 10 og eigendur þess eru Katrín Jónsdóttir og Þór Karlsson.

Í húsnæðinu var áður fiskvinnsla og hefur salurinn heldur betur fengið andlitslyftingu til að gegna þessu nýja hlutverki. Að sögn Katrínar hefur staðurinn fengið góðar viðtökur og margir nýta sér þjónustu hans í hádeginu.
Boðið upp á allan venjulegan hádegismat í hádeginu en Víkingurinn er opinn frá kl. 11-2 og 17-22 virka daga. Auk þess er að finna á matseðlinum hefðbundna rétti að ógleymdum pizzum og hamborgurum.

Um helgar er stílað inn á pöbbastemmningu en opið er til kl. 03 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá er hægt fá salinn leigðan undir hvers kyns mannfagnaði.

Greint frá á Vf.is

Mynd: Við barinn á Víkingnum í Vogum. VF-mynd: elg

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið