Freisting
Nýr veitingastaður í Vogum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Vogum og ber hann heitið Víkingurinn. Staðurinn er í rúmgóðu 320 fermetra húsnæði að Iðndal 10 og eigendur þess eru Katrín Jónsdóttir og Þór Karlsson.
Í húsnæðinu var áður fiskvinnsla og hefur salurinn heldur betur fengið andlitslyftingu til að gegna þessu nýja hlutverki. Að sögn Katrínar hefur staðurinn fengið góðar viðtökur og margir nýta sér þjónustu hans í hádeginu.
Boðið upp á allan venjulegan hádegismat í hádeginu en Víkingurinn er opinn frá kl. 11-2 og 17-22 virka daga. Auk þess er að finna á matseðlinum hefðbundna rétti að ógleymdum pizzum og hamborgurum.
Um helgar er stílað inn á pöbbastemmningu en opið er til kl. 03 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá er hægt fá salinn leigðan undir hvers kyns mannfagnaði.
Greint frá á Vf.is
Mynd: Við barinn á Víkingnum í Vogum. VF-mynd: elg
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





