Freisting
Nýr veitingastaður í Vogum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Vogum og ber hann heitið Víkingurinn. Staðurinn er í rúmgóðu 320 fermetra húsnæði að Iðndal 10 og eigendur þess eru Katrín Jónsdóttir og Þór Karlsson.
Í húsnæðinu var áður fiskvinnsla og hefur salurinn heldur betur fengið andlitslyftingu til að gegna þessu nýja hlutverki. Að sögn Katrínar hefur staðurinn fengið góðar viðtökur og margir nýta sér þjónustu hans í hádeginu.
Boðið upp á allan venjulegan hádegismat í hádeginu en Víkingurinn er opinn frá kl. 11-2 og 17-22 virka daga. Auk þess er að finna á matseðlinum hefðbundna rétti að ógleymdum pizzum og hamborgurum.
Um helgar er stílað inn á pöbbastemmningu en opið er til kl. 03 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá er hægt fá salinn leigðan undir hvers kyns mannfagnaði.
Greint frá á Vf.is
Mynd: Við barinn á Víkingnum í Vogum. VF-mynd: elg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s