Freisting
Nýr veitingastaður í Vogum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Vogum og ber hann heitið Víkingurinn. Staðurinn er í rúmgóðu 320 fermetra húsnæði að Iðndal 10 og eigendur þess eru Katrín Jónsdóttir og Þór Karlsson.
Í húsnæðinu var áður fiskvinnsla og hefur salurinn heldur betur fengið andlitslyftingu til að gegna þessu nýja hlutverki. Að sögn Katrínar hefur staðurinn fengið góðar viðtökur og margir nýta sér þjónustu hans í hádeginu.
Boðið upp á allan venjulegan hádegismat í hádeginu en Víkingurinn er opinn frá kl. 11-2 og 17-22 virka daga. Auk þess er að finna á matseðlinum hefðbundna rétti að ógleymdum pizzum og hamborgurum.
Um helgar er stílað inn á pöbbastemmningu en opið er til kl. 03 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá er hægt fá salinn leigðan undir hvers kyns mannfagnaði.
Greint frá á Vf.is
Mynd: Við barinn á Víkingnum í Vogum. VF-mynd: elg
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi