Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður í Vatnsholti í Árnessýslu

Birting:

þann

Blind Raven

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari sá um hönnun rétta

Blind Raven er nýr veitingastaður staðsettur í Hótel Vatnsholti í Árnessýslu.  Dining in the dark er þema staðarins þar sem fólk borðar í myrkri, þjónar með nætursjónauka og má með sanni segja að þetta skemmtileg viðbót við veitingaflóru landsins.

Það eru þau veitingahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sem eru eigendur Blind Raven og Hótel Vatnsholti.

Blind Raven

Matseðillinn

Verðið á matseðli Blind Raven er mismunandi eftir réttum, tvíréttað er frá 6.400 – 8.400 og þríréttað er frá 7.900 til 9.900 en þú getur valið þér mismunandi seðla grænan (grænmetis), rauðan (kjöt), bláan (fiskur) og hvítan (kenjar kokksins) sem hafa mismunandi þema. Þetta virkar á þann hátt að ekki er gefið upp hvað er í þemanu en svo eftir matinn færðu spjald með því sem þú varst að borða og er það hluti af upplifuninni að vita ekki nákvæmlega hvað er á disknum.

Það var Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari sem sá um hönnun rétta og eldaði þar á meðal í opnun Blind Raven.  Til gamans má geta að Úlfar verður með Villibráðaveislu í Hótel Vatnsholti fimmta árið í röð, síðustu helgina í nóvember næstkomandi.

Blind Raven

Þjónarnir setja upp nætursjónaukana

Blind Raven

Þjónn leiðir gesti inn á Blind Raven

Blind Raven

Þjónninn (með nætursjónauka) bíður eftir að afgreiða matinn

Blind Raven - Hótel Vatnsholt

Hótel Vatnsholt er fallegt og fjölbreytt á fallegum stað fyrir austan fjall, húsakostur er fyrrum sveitabýli ásamt meðfylgjandi gripahúsum sem gerð hafa verið upp af hugkvæmni.

Hótel Vatnsholt er fallegt og fjölbreytt á fallegum stað fyrir austan fjall, húsakostur er fyrrum sveitabýli ásamt meðfylgjandi gripahúsum sem gerð hafa verið upp af hugkvæmni.  Veislurými hótelsins er sannkallað glæsihýsi, hátt til lofts og vítt til veggja enda innréttað þar sem áður voru hlaða og fjós.  Hótel Vatnsholt býður upp á 43 gistiherbergi af ýmsum gerðum og stærðum.

Blind Raven og Hótel Vatnsholt í Árnessýslu:

 

Myndir: facebook / Blind Raven restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið