Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Vatnsholti í Árnessýslu
Blind Raven er nýr veitingastaður staðsettur í Hótel Vatnsholti í Árnessýslu. Dining in the dark er þema staðarins þar sem fólk borðar í myrkri, þjónar með nætursjónauka og má með sanni segja að þetta skemmtileg viðbót við veitingaflóru landsins.
Það eru þau veitingahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sem eru eigendur Blind Raven og Hótel Vatnsholti.
Verðið á matseðli Blind Raven er mismunandi eftir réttum, tvíréttað er frá 6.400 – 8.400 og þríréttað er frá 7.900 til 9.900 en þú getur valið þér mismunandi seðla grænan (grænmetis), rauðan (kjöt), bláan (fiskur) og hvítan (kenjar kokksins) sem hafa mismunandi þema. Þetta virkar á þann hátt að ekki er gefið upp hvað er í þemanu en svo eftir matinn færðu spjald með því sem þú varst að borða og er það hluti af upplifuninni að vita ekki nákvæmlega hvað er á disknum.
Það var Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari sem sá um hönnun rétta og eldaði þar á meðal í opnun Blind Raven. Til gamans má geta að Úlfar verður með Villibráðaveislu í Hótel Vatnsholti fimmta árið í röð, síðustu helgina í nóvember næstkomandi.
Hótel Vatnsholt er fallegt og fjölbreytt á fallegum stað fyrir austan fjall, húsakostur er fyrrum sveitabýli ásamt meðfylgjandi gripahúsum sem gerð hafa verið upp af hugkvæmni. Veislurými hótelsins er sannkallað glæsihýsi, hátt til lofts og vítt til veggja enda innréttað þar sem áður voru hlaða og fjós. Hótel Vatnsholt býður upp á 43 gistiherbergi af ýmsum gerðum og stærðum.
Blind Raven og Hótel Vatnsholt í Árnessýslu:
Myndir: facebook / Blind Raven restaurant
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000